Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 13
Gilwell námskeið ■pxAGANA 19.—27. september n.k. verður ^ haldið Gilwell-nániskeið að Úlfljóts- vatni. Fyrir námskeiðinu stendur aðalritari Norsk Speidergutt-Forbund, sem er og aðal- foringi norska Gilwell-skólans. Honum til aðstoðar verður foringi frá Gilwell í Eng- landi, ásarnt íslenzkum Gilwell-skátum. Auk þess verða nokkrir íslenzkir skátaforingjar til aðstoðar. Reynt verður að gera allt til þess, að þetta námskeið megi takast sem bezt. Líklegt er að lámarksaldur verði miðað- ur við 17 ár. Nánar verður tilkynnt um það síðar. Ekki er ennþá vitað hvort kvenskátar fá að taka þátt í námskeiðinu, en sótt hefur verið um leyfi til þess. Fyrst um sinn verður einnig tekið við umsóknum frá kvenskátum. Eftir þeim upplýsingum, senr við höfum íengið, þá verður mikil aðsókn að Gilwell- skólanum, og ekki er víst að við getum sinnt öllunr umsóknum að þessu sinni, þar eð við getum aðeins tekið 30 nemendur. Á þessu stigi málsins höfum við ekki sett próf sem lágmarkskröfu fyrir þátttakexrdur, en æskilegt er að þeir séu með 1. flokks próf. Þátttökugjald fyrir írámskeiðið er kr. 400,00 og er þá allur dvalarkostnaður að Úlfljótsvatni innifalinn. Þátttaka tilkynn- ist fyrir 15. júirí n.k. til: Gilwell-skólinir, Pósthólf 831, Reykjavík. Umsókninni fylgi meðmæli félagsforingja, ásamt 100 króira tryggingargjald. Félagsfor- iirgjar þurfa ekki að senda meðmæli með umsókxr siirni. Þátttökugjaldið verður end- uigreitt þeim unrsækjendum, sem ekki geta konrizt að. Gilwell-pi'ófið er, ef svo má að orði konr- ast, nokkurs konar háskólapróf í skátafræð- um. Það er því mjög mikil hjálp lrverjum skátaforingja. Að okkar áliti gefst hér mjög gott tækifæri lyrir ísleirzka skátaforingja til að öðlazt írýja þekkiirgu og reynslu. Gilwell-prófinu er skipt í 3 aðalhluta: 1. lilutinn er skriflegur og er tekinir í þrenr áföngum. Þessi hluti verður tekiirn fyrir síðar, sennilega næsta vetur. 2. hlutinn er vikunámskeið (verklegt nám) og er það sá hlutinn, senr tekinn verður að Úlfljótsvatni í haust. 3. hlutinn er starf sem sveitarforingi í ákveðinn tíma, undir eftirliti æðri foringja. Gilwell-próf er hægt að taka fyrir yll'inga- foringja, skátaforingja og R.S.-foringja. Það er eingöngu skátaforingjanámskeiðið, sem verður tekið fyrir núna. Það er svo mikilsvert fyrir hvert skátafélag að eignast sína Gilwell-foringja, að það er fyllilega þess virði fyrir félögin að taka þátt í kostnaði þeirra, er þau senda. í Gilwell-nefndinni eiga sæti Eiríkur Jó- hannesson, félagsforingi, Hafnarfirði, Ing- ólfur Örn Blöndal, ritstjóri Skálablaðsins, en þeir eru að taka Gilwell-próf. Auk þeirra eru í nefndinni þessir Gilwell-skátar: Björg- vin Magnússon, skólastjóri á Úlfljótsvatni, Sigurður Ágústsson og Franch Michelsen, sem er formaður nefndarinnar. Með skátakveðju, f. li. Gilwell-nefndarinnar Franch Michelsen. Ylfingaforingi, hafðu í liuga: að sveitin þín er ekki á barnaleikvelli, í skóla eða afmælisveizlu, og sízt af öllu á skátasveitarfundi í smækkaðri mynd ... Hafðu vakandi auga fyrir öllu, sem með skemmtilegum, lærdómsríkum og samstillt- um leik getur gert ylfingafundinn að ylf- ingafundi í raun og veru. SKATAB LAÐIÐ 31

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.