Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 16
hafa sótt um þátttöku, auk margra ann- arra frægra manna og kvenna. L: Nú er Pori farinn að verða tvíræður í tali og mun lians létta hjal hér eftir varla prentliæft. Vér látum því staðar numið. Tryggvi Þorsteinsson mótsstjóri. Vér viljurn þó að lokum benda skátum á, að sakir þrengsla á mótssvæðinu mun ekki vogandi að draga lengur að tilkynna þátt- töku. Akureyrarskátum er ánægja að því að greiða götu ykkar eftir föngum. Hróp móts- ins getur verið: — Voff-voff-vó, — velkomin í Vaglaskóg. Hittumst heil í Vaglaskógi í sumar Lurkur og félagar. MÓTSSÖNGURINN Mál er nú i skágarlund. að skunda, skáti, því að nú er aftur komið vor. Yfir hverju ertu þarna að dunda? Er þér kannske þungt um spor? Fi, fce, fillaríó, fi, fcc, fillaríó, fí, fce, fillarió, förum nú í Vaglaskóg. Fí, plotn, fce, plom, fillaríó, fí, plom, fce, plorn, fillaríó, fí, plom, fce, plom, fillarió, förum nú í Vaglaskóg. Sérðu ekki að Siggi litli er farinn? Sérðu ekki að Moni karlinn œtlar sér? Á eftir kemur allur heili skarinn en aftast Pori gamli fer. Englastelpan unga litla og fina, ertu kannski pinu-hrcedd við kónguló. Sérðu ekki að sólin fer að skina um sumargrcenan Vaglasltóg. Mál er nú i skógarlund að skunda, skátunum, sem sváfu ekki dúr í nótt. Inni’ i tjöldum ei skal lengur blunda. Upp, — á fcetur skjótt, skjótt skjótt. FORINGJASKÓLI 1959. Stjórn B.Í.S. hefur ákveðið, að ef nægileg þátttaka fæst, mun verða haldinn Foringjaskóli með svipuðu sniði og haldinn var s.l. haust. Tími hefur ekki verið endanlega ákveðinn, en mun þó að líkindum verða í september. Eins og menn rekur minni til, var haldinn slíkur foringjaskóli að Úlfljótsvatni s.l. sumar. Var hann mjög fjölsóttur af skátum víða af land- inu og þótti heppnast sérstaklega vel. Skólanum stýrði Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi, en henni voru til aðstoðar liinir ýmsu helztu skáta- foringjar af Suðurlandinu. BRÉFASKIPTI. Sjóskátasveit í Bandaríkjunum hefur ritað Iilaðinu og vill skrifast á við íslenzka skáta á aldrinum 14—18 ára. Sumir sjóskátanna hafa áhuga á ljósmyndun, skátamerkjum eða frímerkj- um, cn aðrir á því að kynnast landi og þjóð. Þeir sem vilja sinna þessu skrifi til: Sea Explorer Ship „Balboa“ Boy Scouts of America Troop 89 Chester Springs, Pennsylvania, U.S.A.. SKATAB LAÐIÐ 34

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.