Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 17
í HafnarfírSí 19. l'ebrúar 1959 voru liðin átta ár i’rá stofnun Hjálparsveitar Hraunbúa í Hafnar- firði. Tilefni stofnunar sérstakrar sveitar, eða flokks, eins og hópurinn var kallaður áður, var þessi: Eins og mörgum er kunnugt, voru skátar í Hafnarfirði beðnir aðstoðar í sambandi við Geysis-flugslysið árið 1950. Það voru 7 skátar, sem fóru til Hornafjarðar í þeim tilgangi að ljá aðstoð sína, ef eitthvað væri hægt að gera til hjálpar. Eftir þessa ferð, sáum við hve nauðsynlegt var að hafa ákveðna menn til að senda út, ef um slys eða leit væri að ræða. Var svo hjálparsveit- in stofnuð, sem áður er greint frá. Hjálparsveitin hefur frá upphafi starfað af miklum krafti, og ávallt haft á að skipa mörgum færum og ósérhlífnum piltum, sem hafa skilið hlutverk sitt fullkomlega. Stúlk- ur hafa líka rétt þess til að gerast meðlimir sveitarinnar, og hafa þær veitt mikla og góða aðstoð við störf hennar. Á þessum árum og fram að þessum tíma liafa farið fram um 40 fundir, sem bæði eru fræðslu- og skemmtifundir. Hafa þá oft verið fengnir sérmenntaðir menn, svo sem læknar, lijúkrunarkonur og fjallagarp- ar, til þess að flytja erindi og kenna hjálp í viðlögum. Þá hafa verið farnar margar kynnisferðir, t. d. í slökkviliðsstöðvar, flug- velli o. fl. Á þessum tíma hefur sveitin verið köll- uð út 28 sinnum í ieitir og á slysstaði, og oft höfum við þurft að dvelja 2—3 daga í einu á slysstað. Þá hafa verið farnar 20 æfingaferðir, á fjöll, jökla, æft bjargsig, farnar skíðaferðir og sundíþróttin iðkuð. Einnig hafa verið námskeið í margs konar störfum, sem koma að góðum notum fyrir hvern meðlim sveitarinnar. Einkunnarorð sveitarinnar er: „Vertu við- búinn“. Má það til sanns vegar færa, að svo sé urn hvern og einn meðlim sveitarinnar. Hvenær sem beiðni hefur komið um að- stoð, hefur sveitin brugðið fljótt við og verið tilbúin á skömmum tíma. Hjálpar- tæki, sem sveitin liefur yfir að ráða, eru að vísu ekki margbrotin eða mörg, en við er- um bjartsýnir með fjölgun þeirra. Meðlimir hjálparsveitarinnar eru um 60. Þar af má telja um 40 virka meðlimi, sem hægt er að leita til um aðstoð hvenær sem er. Á síðastliðnu ári tóku meðlimir sveitar- innar í notkun sérstaka lilífðarblússu (ano- rak), sem er dökk með gulum herðalista. Eru þetta heppilegir litir, vegna þess að þá má greina í mikilli fjarlægð. Þá hefur sveitin notað sérstök hjálparsveitarmerki, til þess að bera á skátabúning og á hlífðar- blússunum. Þessi merki okkar hafa nýlega hlotið staðfestingu B.Í.S.. Ég vil svo ljúka þessum orðum mínum með þeirri ósk, að sami skátaandinn, sama fórnfýsin og sama samstarfið, megi ávallt SKÁTABLAÐIÐ 35

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.