Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 19
3. farrými á einhverju skipi. 1 Englandi lieldur hinn þýzki kunningi okkar áfram sem áður. Frá einum staðnum til annars, dvelur á „heimilum" að næturlagi, en skoðar það, sem honum þykir markverðast, þess á milli. Hann er frjáls ferða sinna eins og fuglinn fljúgandi. Hann getur breytt ferðaáætluninni hvenær sem hann lystir. Hann þarf ekki að streitast við að hlaupa uppi járnbrautarlestir eða langferðabíla á tilsettum tímum og heldur ekki að borga háa hótelreikninga. Þetta er ódýrasti mátinn að ferðast á, en auðvitað má finna millileið, t. d. ferðast með járnbrautum eða bílum og gista á ,,heimilum“. En á þann hátt verður ferðin alltaf dýrari og dýrasta og efsta stigið er það, sem íslendingurinn oftast miðar við. Dýrari farseðlar, mikill og dýr gjaldeyrir, dýr gisting, dýrt fæði og oft dýrar skemmt- anir. Ferðalag eins og það, sem áður var lýst og ódýrast er, er að sjálfsögðu ekki á allra færi. Það er oftast erfitt og krefst reynslu og þroska. En eitt má benda íslenzkum skátum, og þá aðallega skátaforingjum og rekkum, á, og það er sú staðreynd, að það er liægt að ferðast ódýrt sem skáti erlendis, ef skynsamlega er að farið. Skátaforingjar, sem í liði sínu hafa skáta, sem náð hafa þeim aldri og þroska, að þeir hafi gagn af utanferðum og eru til þeirra hæfir, skyldu hafa í huga hvaða möguleikar og tækifæri standa þeim til boða. I. B. SKÁTASKEYTI. Vorfermingum er nú lokið að mestu. Hefur í þetta sinn áþreifanlega orðið vart við, að skát- arnir hafa reynt nýja fjáröflunarleið, þar sem eru „Skátaskeytin", heillaskeyti skáta á ferming- ardag. Hin ýmsu skátafélög úti á landi, t. d. í Keflavík, Borgarnesi, Akranesi o. fl. hafa að vísu selt skátaskeyti mörg undanfarin ár, en þetta er í fyrsta sinn, sem skátafélögin í Reykjavík fara þessa leið. Auglýst var af miklu kappi í útvarpi og blöðum, enda samkeppni mikil. Ágóðanum af skátaskeytunum hyggjast. skáta- félögin í Reykjavík verja til byggingarfram- kvæmda. Þegar hefur fengizt lóð í Vesturbænum, vestur af Neskirkju, og mun ætlunin að hefjast lranda nú í sumar. Er hér um að ræða áfanga- byggingu með flokksherbergjum og stærri sal til sveita- og deildafunda. Skátaheimilið við Snorrabraut er fyrir löngu orðið of lítið fyrir ört blómgandi starfsemi skáta- félaganna í höfuðborginni og hafa ýmsar deildir þegar flutt þaðan út í hverfin. Starf þeirra fer nú fram í húsnæði af ólíkasta tagi. Sumir flokk- anna halda fundi í heimahúsum, sumir í hús- næði, sem bæjaryfirvöldin hafa lánað, og enn aðrir í bílskúrum og öðru ófullkomnu húsnæði. SKÁTABLAÐIÐ 37

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.