Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 21
matargerðar og i’erðir frá Reykjavík og til baka aftur. Kr. 100,00 greiðist fyrirfram og fylgi umsókninni, og er gjaldið óendur- kræft. Eftirstöðvarnar, kr. 290,00 greiðast síðan áður en lagt er af stað frá Reykjavík. .Starfstíminn Starfstíma sumarbúðanna er skipt eftir byggðarlögum á milli skátafélaganna: 1. vika 4.—10. júlí Reykjavík. 2. — 11.—17. — Árnessýsla. 3. — 18,—24. — Hafnarfjörður og Kópavogur. 4. — 25.—31. — Suðurnes. 5. — 1.— 7. ág. Akranes, Borgar- nes og nágrenni. 6. — 8.—14. — Önnur félög. 7. - 15.-21. - Reykjavík. Þessi skipting er þó ekki bindandi þann- ig, að skátar, sem ekki eiga þess kost að sækja sumarbúðirnar á þeim tíma, er félagi þeirra er ætlað, geta sótt um á livaða tíma öðrum, sem starfað er. Reynt verður að koma þeim þar fyrir ef mögulegt er. Farið verður frá Skátaheimilinu í Reykja- vík á laugardögum, fyrsta skráða dag hvers námskeiðs, og komið aftur næsta laugardag. — þeir, sem hugsa sér að nota aðrar ferðir en þær, sem eru á vegum sumarbúðanna, verða að geta þess sérstaklega í umsókn sinni. Umsókn um þátttöku Bæklingnum, sem áður var minnst á, fylgir umsóknareyðublað, en hann fæst ó- keypis hjá stjórnum félaganna. Stjórn B.Í.S. liefir nú ráðið starfskrafta til að hafa á hendi yfirstjórn sumarbúðanna. SKÁTABLAÐIÐ Stjórn búðanna í Borgarvík mun hafa á hendi: Agúst Þorsteinsson, ritari Skátafé- lags Reykjavíkur (fyrri hluti) og Ingólfur Ö. Blöndal (seinni hluti). Stjórn búða kven- skáta mun annast: Rósa Magnúsdóttir, aðstoðardeildarforingi úr Reykjavík. Björgvin Magnússon skátaforingi og skólastjóri vinnuskólans að Úlfljótsvatni mun einnig veita ýmsa aðstoð og ennfrem- ur mun fræðslunefnd og stjórn B.Í.S. hafa eftirlit með starfinu. Á undanförnum árum hefur oftsinnis komið fram sú ósk, að hafizt verði handa um starf sem þetta að Úlfljótsvatni, eða öðrum ákjósanlegum stað. Nú er þetta orð- ið að veruleika og von til að skátarnir muni ekki láta á sér standa hvað þátttöku snertir. Það er von okkar, að sem bezt takist til um þetta starf og að það megi verða lyftistöng fyrir skátastarfið í landinu. - —-----—-—-------— -------------— SKÁTABLAÐIÐ Útgefandi: \ BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA / Ritstjóri: INGÓLFUR ÖRN BLÖNDAL Auglýsingastjórar: EYSTEINN SIGURÐSSON HARALDUR SIGURÐSSON Ábyrgðarmaður: ARNBJÖRN KRISTINSSON. Utandskrift: Pósthólf 1247, Reykjavík. ' Árgangurinn kostar 35 krónur. Prentsmiðjan Oddi h.f. \ 39

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.