Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Page 5

Skátablaðið - 01.08.1959, Page 5
INGOLFUR örn blöndal 0 Séra Helgi Konráðsson 0 FÆDDUR 24. NÓVEMBER 1902 DÁINN 30. JÚNÍ 1959 AÐ er sagt, að vegir Guðs sé órann- sakanlegir. Ég fæ að minnsta kosti ekki skilið, hvers vegna góðir rnenn eru burt kallaðir á bezta aldri. Ég hefði haldið, að þessi heimur okkar hefði mikla þörf fyrir þá. Síra Helgi Konráðsson var góður mað- ur, í þess orðs beztu merkingu og mátti hann ekki vamm sitt vita í neinu. Hann var sannur og góður prestur, sem prédik- aði ekki aðeins með ræðum sínum í kirkj- um og heimahúsum, heldur með öllu sínu dagfari. Strax og maður tók í hönd hans, fann maður hlýhug hans og drengskap. Það var gott að vera með honum, hlusta á ræður hans, ræða við hann og starfa með honum. Það voru margir, sem leituðu til síra Helga, enda var gott til hans að leita. Síra Helgi var ágætur embættismaður, samvizkusamur og afkastamikill, enda fór það svo, að á hann hlóðust margvísleg SKÁTABLAÐIÐ störf, sem liann rækti með mikilli kost- gæfni. Árið 1934 fékk síra Helgi veitingu fyrir Reynistaðaklaustursprestakalli og settist að á Sauðárkróki. Og það var þar, sem ég kynntist síra Helga. Það eina, sem ég vissi um hann áður, var það, að ég hafði lesið eftir hann grein urn skátahreyfinguna í tímaritinu Stefni. Þessi grein hafði vakið athygli mína. Það er og frekar sjaldgæft að menn utan skátahreyfingarinnar riti fræðilegar og sögulegar greinar um skáta- hreyíinguna. Sr. Helgi var áhugamaður um uppeldi og þroska barna og kynnti sér því æskulýðsstörf. Hann sá í skátahreyfingunni mikla og góða möguleika til tómstunda- starfa fyrir börn og unglinga. Þegar til stóð, að ég flytti úr Skagafirði 1935, snéri ég mér til síra Helga og bað hann að taka við forystu Andvara. Hann varð strax við 45

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.