Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Side 6

Skátablaðið - 01.08.1959, Side 6
Sætiiiii og mýsnar G ætlaði að setja fyrir gluggann og kveikja. Mér varð litið út og sá þá Sæunni gömlu sitja á tröppum næsta liúss. Hún hafði nú búið þar í kjallaraholu næstum sex ár. Ég hafði aldrei komið inn til hennar. En gaman þótti mér að tala við hana. Hún sagði mér ýmislegt, sem aðrir virtust ekki vita, eða mundu ekki. Ef til vill hefur öðr- um fundizt flest af því svo ómerkilegt, að varla tæki að eyða tíma til þess að tala um það við unga fólkið. En getur ekki oft verið að kenna þessu tómlæti eldri kynslóð- arinnar, hve lítinn skilning unglingar hafa á henni og skoðunum hennar? Vegna livers verða börnin liændari að þeim manneskj- um, sem segja þeim sögur og ýmislegt frá æsku sinni? Ég hætti við að kveikja og gekk út til Sæunnar. Hún tók glaðlega kveðju minni. Þá minntist ég þess, að einhver hafði sagt, að Sæunn gamla vildi öllum gott gera, af hinni litlu getu sinni. „Jæja, drengur minn. Ég hélt, að ég færi bráðum að sjá Ijós í glugganum þínum. Þú kveikir svo snemma. Þú situr aldrei í rökkrinu." ,,Ég var nú að hugsa um að biðja þig að bjóða mér inn og lofa mér að sitja hjá þér í rökkrinu. Þú getur sagt mér, eins og vant er, ýmislegt, sem er fróðlegt að heyra.“ Sæunn þagði dálitla stund, horfði svo framan í mig og sagði brosandi: „Þú ert fyrsti pilturinn, sem langað hef- ur til að líta inn til mín og tala við mig, síðan ég kom í þetta hús, svo að ég ætti ekki að taka því illa, þó að upp á litlar kræsingar og enga híbýlaprýði sé að bjóða. Gerðu svo vel og gakktu í grenið." Ég fór eftir henni inn dimman gang, þessari beiðni minni og tók við félagsfor- ingjastöðu. Þessari stöðu gegndi hann til dauðadags, að undanskildum árunum 1937 og 1940—43, er ég dvaldi aftur á Sauðár- króki. Síra Helgi hefur því verið félags- foringi Andvara í 21 ár og munu fáir skáta- foringjar hafa verið félagsforingjar í svo mörg ár. Það var mikið happ fyrir And- vara, að svo traustur og sannur maður tók þá að sér. En nú er síra Helgi farinn. Hann liefur verið kallaður heim til hærri þjónustu. — Hann hefur gefið okkur fordæmið, hvernig góður maður og skáti á að vera. Nú er það okkar starf að halda uppi merki hans, halda uppi starfinu. Við megum ekki gef- ast upp, þó að á móti blási. Það var ekki háttur síra Helga að gefast upp. Bezt þökk- um við síra Helga með því að feta í fót- spor hans. Ég rek hér ekki ætt eða störf síra Helga, en vil vísa til minningargreinar um hann í Morgunblaðinu 9. júl s.l. eftir alþingis- mennina Jón á Reynistað og Magnús Jóns- son frá Mel, og í Tímanum sama dag grein- ar eftir prestana Einar Guðnason og Óskar J. Þorláksson. Síra Helgi var kvæntur ágætri konu, Jó- hönnu Þorsteinsdóttur, og áttu þau eina kjördóttur, Ragnhildi, sem ég vil fyrir hönd íslenzkra skáta senda innilegustu sam- úðarkveðjur. Franch Michelsen. 46 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.