Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 7
þar sem geymslukompur voru á báðar lilið- ar. Sæunn bjó ein í kjallaranum og hafði eitt herbergi. Þar var ekki bjart inni, því að glugginn var lítill og húsið mikið grafið niður. Mér datt strax í hug, að eiginlega væri þetta ekki hæfur mannabústaður, en vildi þó ekkert um ]>að tala við Sæunni. Sæunn lét mig setjast á kistu, gaf mér ágætt kaffi og við töluðum lengi saman. Einu sinni, er við höfðum þagað stund- arkorn, sá ég rottu skjótast eftir gólfinu. Spurði ég Sæunni, hvort hún hefði ekki reynt að veiða rotturnar. „Nei. Ég ætla að láta þær í friði. Það verða nógir til að drepa þær.“ Og áður en ég fór frá henni, skildi ég, af hverju hún sagði þetta. Þegar ég kvaddi, sagði hún: „Ég hef nýlega fengið bréf frá syni mín- um. Hann hefur verið langan tíma í öðr- um löndum. En nú kemur hann bráðurn heim. Þá ætla ég að halda svolitla veizlu og engum að bjóða nema þér og honum. Vertu nú sæll.“ Ég gekk inn í herbergið mitt, setti fyrir gluggann og kveikti. Síðan ritaði ég sumt af því, sem Sæunn hafði sagt.“ Saga þessi gerðist í sjávarþorpi einu sunnanlands. í þann tíma stunduðu menn titróðra á opnum bátum, en stærri skip þekktust eigi. Það var trú manna, að bátar þeir færust ekki, þar sem mús var innanborðs. En sumum, einkanlega ungum mönnum, þótti þær vera enginn aufúsugestur. Algengt var, að þær legðust á skrínukost manna. Þær voru furðu ratvísar að finna smérið og gera sér það að góðu. Það bar við, að mús ein lítil hafði lengi haldið sig í fjögra manna fari. Formaður- inn var ungur og vildi láta rnenn komast að raun um, að hann væri ekki hið minnsta hjátrúarfullur. Vildi hann óður, að menn fyndu músina og dræpu hana. En eldri hásetarnir voru því mjög mótfallnir. Kvað svo ramt að því, að þeir kváðust mundu SKÁTABLAÐIÐ 47

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.