Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Side 8

Skátablaðið - 01.08.1959, Side 8
ganga af skipinu, ef músin fengi ekki að vera í friði. Formaður kunni því illa, að liann fengi ekki að fullnægja vilja sínum. Ákvað hann að koma músinni fyrir, svo að enginn vissi. Gekk hann í góðu tómi til bátsins. Greip hann þar allt, sem hægt var að losa, og bar úr bátnum. Loks náði hann músinni og drap hana. Gætti hann þess, að geta ekki um þetta við nokkurn mann. Formaður þessi hét Ásmundur og átti unnustu, Sæunni að nafni. Fiún komst að því, að hann hafði fargað músinni. Þótti henni það ills viti. Færði liún í tal við unnusta sinn, að ekki væri henni um, að hann reri næsta róður. FIló hann í fyrstu að þessu. En fljótt fékk hann að heyra, að Sæunn tók þetta rnjög alvarlega. Gekk Jtað svo langt, að hún bannaði honum al- gerlega að fara á sjóinn þennan róður. Vildi Ásmundur humma allt fram af sér og skeyta ekki um hégiljur unnustu sinnar. Kvaðst Sæunn mundu segja hásetunum frá drápi músarinnar, ef hann ekki sæti sjálfur í landi. Fengju þeir að vita hið sanna, færu þeii ekki fet. — Svo fór að lokum, að Sæ- unn gat fengið Ásmund til Jress að vera heima. Lá hann í rúminu og lézt vera veikur. Veður var ágætt og vildu bátverj- ar hans alls ekki sitja í landi. Þeir reru. Þegar á deginn leið hvessti og gerði hið versta veður. Bátur Ásmundar fórst með allri áhöfn. — Og má geta nærri, að hann ]>akkaði Sæunni líf sitt. Mörgum árurn síðar var þessi sami Ás- mundur orðinn skipstjóri á allstóru línu- skipi, eftir ]>ví sem þá gerðist. Flann var talinn ötull sjómaður. En til þess var tek- ið, að aldrei tímdi hann að farga nokkuru kvikindi, se mhafðist við ofansjávar, og allra sízt músum eða rottum. Það var einhverju sinni, að Ásmundur var staddur með skip sitt í höfn og ætlaði innan stundar að leggja af stað. FTann stóð á þilfarinu og unglingsdrengur hjá hon- um. Það var sonur hans. Hann var ekki skipverji, en var nú að kveðja föður sinn og ætlaði á smábáti til lands. „Pabbi, hvað er þarna á sjónum?“ Faðir hans leit þangað, sem drengurinn benti. Honum brá dálítið. „Það eru mýs, drengur minn, þær eru að flytja sig og hafa kúaklessu fyrir bát. Hjónin róa sitt á hvort borð með hölun- um, en börnin sitja milli þeirra." Og kúaklessan hreyfist, þó að hægt fari. „Drekkja menn þeim ekki, ef þær koma nálægt skipunum?" spurði drengurinn. „Fáir mundu verða til þess. Gömul sögn er til um það, að einu sinni hafi músa- hjón verið að flytja sig og sitt á þennan hátt yfir sund. Á miðri leið mættu þau báti. Einn á bátnum stjakaði við ]>eim með árinni, svo að allt fór í sjóinn og drukknaði. En mælt er að á sarna stað hafi maður þessi farizt með jafnmörgum mönn- um og mýsnar voru. Mýsnar stefndu að skipi Ásmundar, en fóru fram hjá því, og komust upp á ann- að, sem var skammt frá. Drengurinn sagði síðar, að honum hegði sýnzt á pabba sín- um, að hann hefði gjarnan viljað fá þær um borð til sín. Ásmundur sigldi burt, en drengurinn reri í land. Þeir sáust aldrei framar, því að skip föður hans kom ekki fram eftir þetta. Sæunn sveik ekki loforð sitt. Þegar son- ur hennar kom, bauð hún mér í veizluna. Og þaö er hið ánægjulegasta borðhald, sem ég hef nokkurn tíma verið við. Sonur hennar keypti nokkru síðar lítið hús og flutti þangað með móður sína. Hann er nú kvongaður og á þrjú skentmti- leg börn. Þau sitja oft í rökkrinu hjá ömmu sinni og lilusta á hana segja sögur. Jón H. Guðmundsson. 48 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.