Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 9
HÚSATÓFTIM millum Júrngerðarstaðahverfis í Grindavík og Staðar, hins forna prestseturs í Staðar- ’ hveríi gefur að líta brim- sorfna strönd og má þar alla daga heyra hið tignarlega brimsog, öldu úthafsins. — Ein er þó vík, sem skerst inn í þessa strönd og blasir þar við opið hafið. Vík þessi nefnist Arfavík og upp af henni gengur ófullkomin dalsmynd, er nefnist Arfadalur. Á hól í dalsmynninu stendur stórt þriggja hæða steinhús, og er það hið fornfræga höfuðból Húsatóftir, sem um ára raðir var setur yfirvalds sveitarinnar. Tvö undanfarin sumur hefur verið rek- in merkileg starfsemi á þessu forna setri, á vegum skátafélagsins Heiðabúar í Kefla- vík. Þangað hafa foreldrar getað sent börn sín, til lengri eða skemmri dvalar, yfir beztu mánuði ársins, júní, júlí og ágúst. Á Húsatóftum starfa eingöngu skátar að uppeldisstörfum þessa smáa æskufólks, og ein seinustu orð hins látna upphafsmanns skátahreyfingarinnar, Baden Powell, til allra skáta um allan heim, eru þar höfð að leiðarljósi: „Það er aðeins hægt að höndla sanna hamingju á einn veg, og það er með því að gera aðra hamingjusama.“ Við rennum í hlaðið, tveir í fréttaleit fyrir blaðið, og á hlaðvarpanum hittum við hinn unga bónda staðarins, Höskuld goða, er býður okkur inn að ganga og þiggja góðgerðir. Við setjumst inn og þegar er byrjað að rabba. — Hvernig líkar þér sveitasælan? — Sveitasælan kemur næst hjónasælunni, og ég efast ekki um að þessar tvær sælur færu ákaflega vel saman. Starfið hér er ánægjulegt og gerir mann hamingjusaman og sannglaðan að finna í kringum sig gleði barnssálarinnar. — Stundum bregður þó fyrir skugga, en honum er vikið burt fljótt af birtu gleðinnar, eða hins glaða skáta- söngs.... — Eru nægileg verkefni fyrir þetta smá- vaxna æskufólk? — Verkefnin eru nægileg og hægt að hafa þau við hæfi barnanna. En þó er hér vinnan ekki aðalatriðið, heldur hitt, að hvert barn fái heilbrigt sjálfstraust með því að trúa því fyrir verki, sem það verður að leysa af hendi með gleði og ánægju. í þessu er starf míns ágæta aðstoðarfólks fólgið — það er að hjálpa börnunum við hin vmsu verk, en ekki að láta börnin hjálpa sér. Að loknu sumri sést að vísu ekki rnikið eftir þann fjölda, er dvalið hefur hér — en þrátt fyrir það held ég að unnið hafi verið í þeim anda, að börnin hafi haft bæði gagn og ánægju af. — Og þið kennið þeim ýmislegt í skáta- störfum? — Jú. Börnin, sem hér hafa dvalið í sumar, hafa verið nokkuð ung — farið nið- ur fyrir það aldurstakmark, sem í upphafi var sett — og af þeim sökum hefur ekki þýtt að láta þau hafa skátaprófin til lestr- ar. Við höfum því breytt þeirri aðferð, er ég myndi vilja kalla hina „Lifandi kennslu". — Þar verður kennslustundin ekki háð tíma né rúmi, þar verður hún sjálfsögð, skemmtileg stund og getur skeð úti sem inni. Til dæmis: Það er gönguferð, við finn- SKATABLAÐIÐ 49

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.