Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Qupperneq 10

Skátablaðið - 01.08.1959, Qupperneq 10
Þýzkir skátnr og tjöld þeirra á Þjórsárdals- mótinu 1958. *+*++*+**-*++*++++*++***++*++++*+++*++*++*+ um fallegt, gult blóm, sem við köllum brennisóley. Allir vita hvað það heitir, en suma langar til þess að vita, hvernig það fer að því að lifa — hvort þetta blóm geti átt annað blóm og hvernig það fari að því. — Þannig rekur liver spurningin aðra. Á meðan spurt hefur verið og svarað, hefur hópurinn setzt niður í grasið og hlustað á og sumir tekið þátt í umræðunum. Eða þegar einhver lítill spyr: — Hvað er þarna á bak við fjallið? — Keflavík, er svarið. — En skrýtið, ég hélt að hún væri þarna. Og svo er bent í öfuga átt. Þá er enn sezt niður og allir læra að þekkja áttirnar — eitthvað svolítið um sólina og gang jarðar- innar. í veiðiferðinni er auðvitað spurt: — Hvernig kolinn fari að því að anda og af hverju selurinn, sem liggur nú og lónar úti á víkinni, er alltaf annað slagið að steypa sér í kaf og gægjast svo upp. Alltaf er spurt, alltaf er reynt að svara. Það eru þessar stundir, sem vænlegar eru til þess að láta börnin muna — muna meir og betur en jafnvel allt það, sem þau lesa sér til um á mörgum vikum. Á slíkri stundu skiptir ekki máli, hvort barnið er vel gefið, vanþroska eða illa gefið — því að öllum reynist nær auðvelt að læra í „lif- andi kennslustund".-----Þannig á að nema skátafræði og á engan hátt öðru vísi. Þetta gefur þeim gildi og annað ekki. Náttúran með öllum sínum margbreytileika á hverj- um skáta að vera lífið. — Er nokkuð skilyrði að barn það, sem dvelur hér hjá ykkur, gangi í skátafélag og gerist skáti? — Nei. Ég hef hér ekki lagt neina sér- staka áherzlu á prófin, heldur það að reyna að glæða áhuga barnanna á því að gerast skátar í framtíðinni. Prófin eiga að vera endimark á sérhverju því, sem maður hefur lagt alúð við og hefur unnið mark- visst að í nokkurn tíma, en ekki eitthvað, sem hægt væri að hrista af í skothvelli. Það er einmitt þessi fljótfærnisvilla, sem gert hefur veilu í okkar skátahreyfingu á íslandi í dag. Haustmyrkrið hefur seilzt inn í stofuna, sem við sitjum í, svo að náð er í olíulampa og Ijós tendrað. — Já, það getur verið rómantískt hér á síðkvöldum — hausthúmið er alltaf svo milt. — Njótið þið opinbers styrks við starfið hér? — Nei og já. Keflavíkurbær hefur aldrei styrkt Heiðabúa, og er það líkast til eina skátafélagið í kaupstað á íslandi, sem hef- ur ekki styrk. En því skal bætt við, að Heiðabúar hafa aldrei sótt um styrk til bæjarfélagsins. Þegar ráðist var í það í fyrra sumar að gera upp þetta hús, sem við nú erum í, hafði það verið í eyði í sjö ár og þurfti því eðlilega lagfæringar við. Húsa- tóftir eru eign ríkisins og tilheyra utan- ríkisráðuneytinu, og var því til utanríkis- ráðherra að sækja, hr. Guðm. í. Guðmunds- sonar, og hefur hann frá upphafi þessa máls verið málinu mjög hlynntur og verður SKÁTABLAÐIÐ 50

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.