Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 11
PÓSTHÓLF 1247 ITSTJÓRN Skátablaðsins berst mikill póstur. Því miður er hér ekki um að ræða greinar eða ann- að efni frá skátaforingjum hér- lendis, heldur aðallega erlend skátablöð og bæklingar frá ýmsum löndum og á ótal tungumálum, sem ritstjórnin oft og tíðum ekki veit haus eða sporð á. Mörg þessara blaða og tímarita eru þó á ensku, þýzku, eða einhverju Norðurlandamálanna. Þegar gripið er niður í bunkann og maður flettir nokkrum af þessum mörgu blöðum, þá komumst við fljótt að raun um að hér er á ferðinni ólremju fróðleikur fyrir þá skáta og foringja, er eitthvað skilja í er- hjálp hans í þessu sambandi seint þökkuð sem skyldi. — Og ætlið þið að halda þessari starf- semi áfram? — Ég get ekki ímyndað mér að annað komi til greina. — Undirtektir foreldra hafa sýnt að það er þörf á slíkri þjónustu sem þessari. Og einmitt vegna þess, hve fjölskyldur á Suðurnesjum hafa sýnt skól- anum mikla ábyrgð, með því að senda börn sín til dvalar hingað, þarf að vinna að því að auka og bæta allan aðbúnað hér, bæði fyrir börnin og starfsfólkið. Það er komin kyrrð á og í svefnskálun- um hafa þrjátíu þreytt höfuð lagzt á kodd- ana. Við flöktandi ljós lampans og tif vekj- arans, sem stendur á borði í horninu í stof- unni, verkar hinn létti andardráttur á okk- ur sem smábylgjur, er hjala við kinnung smábáts. — Við göngum út á hlaðið. — Kveðjumst. — í norðri er hinn dökki rign- ingar-hausthiminn litaður, þrátt fyrir allt, rauðleitri birtu. lendum málum. Flest blaðanna eru mynd- skreytt og mörg þeirra eru litprentuð. Minnst af efni þessu rúmast nokkru sinni í Skátablaðinu og á því ekki aðra framtíð fyrir sér en ruslakörfuna. Ritstjórninni hefur því kornið í hug að gefa skátum tækifæri til að eignast þau blöð, er hún ekki notar sjálf. Þurfið þið nú ekki að gera annað en að útvega tvo nýja áskrifendur, og þið fáið jafnhraðan send nokkur erlend skátablöð. Gleymið ekki að senda nákvæmt heimilisfang. Til gamans og fróðleiks skal nú aðeins getið örfárra drengjablaða af handahófi. Blaðaútgáfa kvenskáta er einn- ig myndarleg víða um heim og verður vikið að því nánar í næsta tbl. 1. K.F.U.M.-skátarnir í Danmörku gefa út tvö ágæt blöð: Væbneren og Förermed- delelser. Þetta eru mánaðarblöð með fjölda mynda og greina. 2. Brezka skátasambandið gefur einnig út blað fyrir skáta og annað fyrir foringja. Hið fyrra, The Scout, kemur út vikulega og er stofnað af Baden-Powell sjálfum árið 1907. Hitt, The Scouter, er mánaðarblað. 3. Glæsilegast blaðanna í bunkanum okk- ar er bandaríska skátablaðið Boy’s Life. Það kemur mánaðarlega í sama broti og stór- blaðið Life og er um 90 síður í hvert sinn. Frá Ameríku fáum við líka Scouting, sem er nokkru minna, en kemur einnig mánaðar- lega. 4. Norsku skátarnir gefa út Spejderen og Lederen, sem er mjög gott foringjablað. 5. Frá Filipseyjum fáum við mánaðarlega myndarlegt skátablað, sem heitir The Boy’s World, með mörgum myndum, sögum og greinum fyrir skáta og foringja. 6. Á þýzku höfum við blöð af ýmsu tagi.. Skátarnir í Austurríki gefa út Unser Weg, SKATABLAÐIÐ 51

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.