Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 12

Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 12
GÓÐIR GESTIR ■^TÝLEGA var hér á ferð skozkur skáti Alan D. Harrison að nafni. Hann var hér í boði B. í. S., Skátafélags Revkjavíkur og nokkurra íslenzkra skáta. Sumarið 1955 fór skátaflokkurinn „Grá- hausar" í ferðalag til Englands, og tók þar þátt í tveimur skátamótum. Á leiðinni til baka var staldrað við nokkra daga í Edin- borg í Skotlandi, meðan beðið var eftir Gullfossi. „Gráhausar", er vildu skoða borg- ina, báðu skozku skátaskrifstofuna um leið- sögumann. Fyrir valinu varð Alan nokkur Harrison. Hann tók við þessum tólf skát- um og ekki einungis sýndi þeim borgina þessa daga, heldur einnig tók þá inn á heimili sitt og tók sér frí frá vinnu til að geta verið þeim til aðstoðar allan daginn. Síðan 1955 hafa þrír hópar íslenzkra skáta átt leið um Edinborg og dvalizt þar í lengri eða skemmri tíma og ávallt hafa þeir getað gengið að heimili Alans sem þeirra eigin. Alan hefur verið þessum skátum sem bezti faðir. Ekki alls fyrir löngu skaut upp þeirri hugmynd, að íslenzkir skátar og þá einkum þeir, er notið höfðu gestrisni Alans D. Harrison, sýndu honum einhvern þakkar- Svissnesku skátarnir Kim og þeir Vestur- þýzku Die Grosse Fahrt og Jugendlelien. 7. Á frönsku fáum við m. a. Rekkablaðið Les Routes og skátablaðið Tout Droit. 8. Á Esperanto birtist La Scolta Mondo mánaðarlega. Auk þessara, sem hér hafa verið nefnd, fáum við mörg önnur og er ekki rúm til að rekja það allt hér. Er þar m. a. blöð á kín- versku, japönsku, indonesisku o. s. frv. Munið að endingu, að fyrir hverja tvo nýja áskrifendur fáið pið send fjögur erlend skátablöð. vott. Var ákveðið að bjóða Alan til íslands, og hingað kom hann í septembermánuði síðastliðnum. Vinir hans reyndu að gera honum dagana eins ánægjulega og á varð kosið. Hann fór í margar bílferðir um ná- Alan D. Harrison. grenni Reykjavíkur og einnig til Þingvalla, að Úlfljótsvatni, Gullfossi o. fl. Honum var boðið um borð í eitt varðskipið og sýnt hið markverðasta hér í bæ. Alan sagði, er hann kvaddi vini sína á flugvellinum í Reykjavík, að hann myndi aldrei gleyma þessari ferð og heimili hans myndi alltal standa opið öllum íslenzkum skátum. ODD HOPP. Eins og getið er um á öðrum stað í blað- inu var haldinn Gilwell-skóli í fyrsta sinn s.l. sumar. Hingað kom norskur skátafor- ingi, Odd Hopp, og stjórnaði skólanum. Þykir okkur því rétt. að kynna hann les- endum blaðsins. Odd varð skáti í Oslo 1924. Þótti hann snemma efnilegur foringi og hækkaði fljótt í tign. Nú er hann aðalframkvæmdastjóri norska bandalagsins og hefur verið það síð- an 1945. Hann hefur sótt margar alþjóða- ráðstefnur skáta, Jamboree og alheims- rekkamót. Gilwell námskeið sótti hann fyrst í Noregi 1935 og seinna í Englandi eða 1946. Hann hefur unnið að margs konar störfum fyrir skátahreyfinguna, bæði í heimalandi sínu og utan þess og einnig ritað nokkrar bækur um skátamál. 52 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.