Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 13
HVAÐ ER NU ÞETTA? 53. sfðan NÚ TEIKNUM VIÐ Hver getur fullgert þessa teikningu? Já, hver getur lokið við hana og gert skemmtilegustu myndina? Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið nokkur strik. Þau eru upphafið að teikning- unni. Þið megið ekki breyta þeim, en bæta við þau eins og þið viljið. Þó er ekki ráðlegt að krota öf mikið. Því einfaldari sem myndin verð- ur, því meiri möguleikar á verðlaununum. Rit- stjórnin mun einnig taka tilit til skemmtilegra hugmynda. Byrjið nú. Takið þessi strik í gegn á t. d. smjörþappír og sleppið rammanum og ljúkið síðan við myndina. Sendið teikninguna síðan merkta nafni, aldri og heimilisfangi ykkur tii Skátablaðsins, Póst- hólí 1247. Verðlaunin eru áttaviti. Það var tími í landafræði og kennarinn var alveg sérstaklega hreykinn af bekknum fyrir írábæra frammistöðu. Til að kóróna allt saman er Jón, sá allra gáfaðasti, tekinn upp. „Jón,“ segir kennarinn, „farðu upp að kort- inu og sýndu okkur Ameríku." Og Jón var ekki lengi að því. „Já, Ameríka er nú hcrna.“ „Nú, Pétur, segðu okkur þá hver fann Ame- ríku.“ Það komu nokkrar vöflur á Pétur, en síðan: „Hann, auðvitað, hann Jón.‘ FRÍMERKJAÚTGÁFA Vegna þess að árið 1962 eru liðin 50 ár síðan skátahreyfingin barst hingað til lands, hefur B.Í.S. farið fram á við póst- og símamálastjórn- ina, að gefið verði út skátafrímerki á því ári. B.Í.S. leitar nú eftir hugmynd að gerð merkis- ins, eða merkjanna, og biður sem flesta skáta að reyna að teikna snjalla mynd á merkin. Myndin verður á einhvern hátt að minna á skátalífið. Jafnframt væri æskilegt, að myndin væri tengd landslagi. Myndin þarf ekki að vera nema riss, svo að hugmyndin verði vel skilin. HIKSTi Kennarinn: „Gunna, getur þú sagt bekknum, hvað eldfjall er?“ Gunna litla: „Ja, jú, það get ég. Það er fjall með hiksta.“ Einn góðan veðurdag í janúar hóf snigill nokkur að klífa hátt kirsuberjatré. Tveim dög- um síðar stakk maur höfðinu út um sprungu á trjábolnum og kallaði til snigilsins: „Heyrðu, félagi, blessaður vertu ekki að of- reyna þig á þessu, það eru engin kirsuber þarna uppi.“ Án þess að nema staðar, svaraði snigillinn: „Það verður nóg af þeim um það leyti, sem ég verð kominn upp.“ SKATABLAÐIÐ 53

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.