Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 14
GILWEIX - ÚLFLJÓTSVATN fFT og lengi ei* búið að tala um Gilwell-skólann. Og loksins kom að því að hann var hald- inn. Dagana 19.—26 september var í fyrsta sinn haldinn Gilwell-skóli á íslandi. Ekki þykir okkur víst að allir viti, hvað Gilwell-skóli er og skal það því skýrt með nokkrum orðum. Sá, er náð hefur Gilwell prófi, hefur lokið æðsta skátaprófi sem mögulegt er. Gilwell er nafn á stað í nágrenni Lundúnaborgar úti í miðjum skógi, er skátunum áskotn- aðist meðan Baden Powell var enn upp á sitt bezta. Þarna stofnaði hann skátaskóla fyrir skátaforingja. Ætlunin með þessum skátaskóla er að búa foringjana undir að stjórna og feiðbeina unglingunum hver í sínu heimalandi. Gilwell prófinu er skipt í þrjú stig. Það fyrsta er skriflegt og getur skátaforinginn unnið að þeim hluta heima hjá sér, en sent verkefnin til prófdómarans í Gilwell. Annar hlutinn er verklegur og það er hann, sem fengizt er við í Gilwell og nú á Úlfljótsvatni. í þriðja hlutanum felst síðan skátastarf viðkomandi foringja með skátasveit um ákveðinn tíma. Að þeim tíma loknum sker prófdómarinn úr, hvort reynsla sú, er skátaforinginn hefur hlotið við 1. og 2. hluta, hefur komið hon- um að gagni og hann sé verðugur þess að hljóta Gilwell-ólina (sjá mynd), er þeir einir bera, er náð hafa þessu prófi. Þeir, sem öðlazt hafa full réttindi sem Gilwell skátar, geta síðan fengið leyfi til að standa fyrir slíkum skóla í heimalandi •sínu. Þannig eru nú starfandi Gilwell-skólar víða um lönd og eru þeir allir kenndir við hið upprunalega Gilwell í Englandi. Þó hér á landi séu nokkrir Gilwell skát- ar, þá hefur enginn þeirra enn réttindi til að standa fyrir slíkum skóla sjálfstætt. L.eit- aði B. Í.S. því aðstoðar Alþjóðabandalags- ins, sem brást vel við og sendi hingað Odd Hopp, reyndan norskan skátaforingja. Hann er nú aðalframkvæmdastjóri norska skátabandalagsins. Skólinn var haldinn að Úlfljótsvatni og voru Hopp til aðstoðar þar íslenzkir skátaforingjar, er fengizt hafa við eða lokið Gilwell prófi. Skátaforingjar 24 talsins frá 5 stöðum á landinu tóku þátt í skólanum. Unnið var frá morgni til kvölds og aldrei hlé á. Af þessum 24 skát- um voru 6 kvenskátar. O. Hopp sagði eftir að skólanum hafði verið slitið, að kven- skátarnir hefðu hvergi gefið drengjunum eftir. Hann sagði einnig, að hann hefði verið ánægður með hópinn og hefðu þeir ekki verið lakari en aðrir þeir Gilwell nem- endur, er hann áður hefur stjórnað. Þess skal getið, að veðrátta var mjög óhagstæð. Einnig mun það eins dæmi, að kvenskátar hafi tekið ])átt í þessum skóla, ])ví erlendis hafa þeir yfirleitt skóla fyrir sig, með líku sniði. Einnig er aldstakmarkið hér einu ári lægra (17) en annars staðar. Gilwell-nefndin hefur fullan hug á að halda þessu starfi áfram, sérstaklega þegar von er á slíkum liðsauka, sem þessir 24 skátaforingjar eru, ef þeir allir Ijúka Gil- well prófinu. HÁR OG SÍLD TIL SÖLU! Hár til sölu hjá konu, sem er alin á lengd. ☆ Síld selur Hans Hansson, sem er alveg bein- laus. 54 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.