Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Side 16

Skátablaðið - 01.08.1959, Side 16
A.NGT er síðan farið var fyrst að tala um sumarbúðir fyrir skáta, þar senr kennd væru ýmis skátafræði viðvíkjandi starfi. Síðastliðinn vetur ákvað i>. í. S. að gera tilraun með slíkar tjaldbúðir í fyrsta skipti sumarið 1959. Skyldu þær vera á tveimur stöðum, stúlkur við Fossá, dreng- ir í Borgarvík, 30 á lrvorum stað, þegar fullskipað væri. Var í fyrstu gert ráð fyrir, að félögin hefðu sína vikuna hvert, en sakir lítillar aðsóknar varð þetta aðeins ein vika. Þátttakendur voru alls 37, piltar og stúlk- ur víðs vegar að af landinu. Ekki þótti taka að skipta svo fáum fyrir eina viku í tvennar tjldbúðir. Þess vegna voru hafðar einar í Borgarvík. Fræðslunefnd B.Í.S. hófst þegar handa um undirbúning. Voru ráðnir tveir for- ingjar, Ágúst Þorsteinsson, S.F.R., og Pálína Sigurbergsdóttir, K.S.F.R. — Skátafélag Reykjavíkur lánaði tjöld og ýmis áhöld. Laugardaginn 11. júlí hófst dvalartím- inn. Allur matur var þá kominn niður í Borgarvík og lokið við að tjalda þremur stærstu tjöldunum. Fyrsta verkefnið var þá að tjalda minni tjöldunum og koma öllu fyrir. Sóttist það vel, þrátt fyrir óhagstætt veður, vegna dugnaðar skátanna. Þá var strax skipt í flokka og haft það íyrirkomulag, að meðlimir hvers flokks skiptust á að vera flokksforingjar og kokk- ar. Daginn eftir, sunnudag, var bezta veður. Þegar hinum venjulegu dagskráratriðum hafði verið framfylgt, var farið í göngu- ferð um nágrennið. Gengið vestanvert við Úlfljótsvatn, niður að Þingvallavatni og I.oðhúfuhellir skoðaður. Á heimleiðinni var komið við á Efra-Sogi, og síðan haldið suð- ur með vatninu. Dagskráin var með svipuðu sniði alla vikuna. Má sem dæmi nefna mánudag: Kl. 7.00 fótaferð — 7.30 morgunleikfimi — 7.45 þvottur — 8.00 morgunmatur — 9.00 tjaldskoðun, fáni — 10.00 foringjafundur — 10.30 flokksfundur — 12.30 matur — 14.00 könnunarleiðangur — 19.00 matur — 21.00 kvöldvaka — 23.00 kyrrð. Oftast klæddust allir gallabuxum og an- orökum, ,en þó var skylt að vera í full- komnum búningi í tjaldskoðun og við fána. Helzt var kennt, eins og áður er nefnt, það sem viðkemur útistarfi, t. d. meðferð prímusa og matreiðsla. Hvíldi hún að mestu leyti á herðum Pálínu. Hver flokkur eldaði fyrir sig, þannig, að eldhústjaldið var hólfað í 0 hluta með steinum. Hver flokkur bjó til borð, stóla og hillur úr fjölum og mismunandi stórum steinum. Eins og nærri má geta var hörð samkeppni milli flokkanna, hver hefði fínasta eldhiis- ið og hjá hverjum væri bezti maturinn. Kokkarnir (einn yfirkokkur og tveir hjálp- arkokkar í hverjum flokki) byrjuðu elda- mennskuna fyrir allar aldir á morgnana. Öllu þurfti að láta Pálínu bragða á, meira að segja kartöflunum. Kennsla var í mælingum og áttavita. Hana hafði Ágúst aðallega á hendi. í sam- 56 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.