Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 17
bandi við áttavitakennsluna var farið í mjög skemmtilegan leik. Hver ílokksforingi fékk kort og bréf á foringjafundi, sem hann sýndi meðlimum á flokksfundi. Lögð hafði verið leið fyrir hvern flokk, ýmist á næstu bæi eða niður að Ira- og Ljósafossi. Þeir áttu að fá allar hugsanlegar upplýs- ingar um endastaðinn, athuga allt, sem fyrir kæmi á leiðinni, og safna ýmsum jurt- um. Tókst þetta í alla staði vel, allir lentu á réttan stað, en fengu misjafnar móttök- ur á bæjunum. Við varðeldinn sama kvöld sögðu flokkarnir ferðasöguna, og kenndi þar margra grasa. Haldin var sameiginleg kvöldvaka með Kvenskátaskólanum, keppt í handbolta og fótbolta við Vinnuskólann og háður við hann Indíánaleikur út við Fossá, er endaði með friðarvarðeldi um kvöldið. Honum stjórnaði Björgvin Magnússon, en hann hafði, ásamt Vinnuskólanum, reynzt Sum- arbúðunum mjög vel. Foringjar Sumarbúðanna og aðrir, sem að þeim stóðu, eru sammála um, að þessi fyrsta tilraun hafi gefizt vel, og sjálfsagt að reyna aftur næsta sumar, í von um að þátttaka verði meiri. Skátahópurinn í Borgarvík sýndi mikinn dugnað, þrátt fyrir frumstæð skilyrði og vont veður. Hann sannaði, að íslenzkir skátar eru ekki dauðir úr öllum æðum. P. Sig. Foringjaskólinn: Skólann sóttu 51 nemandi frá 10 stöðum á landinu. Allir voru nemendur ungir að árum, eða frá 14—17 ára, en samt sem áður mjög samstilltur og góður hópur, þar voru vissulega mörg góð foringjaefni. Flrefna Tynes veitti skólanum forstöðu, henni til aðstoðar voru 2 ungir skátaforingjar frá Úlfljótsvatni, þeir Hallgrímur Sveinsson og Óli Kristinsson. Auk þess komu ýmsir góðir menn og kenndu dag og dag. Má þar nefna Björgvin Magnússon, Ingólf Blöndal, Pál Gíslason, Þorvald Þorvaldsson, sr. Braga Friðriksson, Jón Pálsson, báðir frá Æsku- lýðsráði Reykjavíkur, og föndurkennara frk. Ingveldi Sigurðardóttur, einnig frá Æskulýðsráði. Einnig kom sr. Bragi Frið- riksson austur og messaði á sunnudaginn. Af nemendunum voru 36 stúlkur og 15 piltar; voru 11 frá Akranesi, 12 frá Kven- skátafélagi Reykjavíkur, 7 frá Hraunbú- um, Hafnarfirði, 1 stúlka frá Borgarnesi, 4 frá Vestmannaeyjum, 2 frá Hveragerði, 2 frá Bolungarvík, 3 frá Akureyri, 8 frá Siglufirði, 1 frá Kópavogi. Samtök „Gamalla skáta“. Víða erlendis tíðkast það, að menn og konur, er hafa verið skátar á unga aldri, myndi með sér samtök í anda skátahreyfingarinnar, bæði til að minnast gamalla daga og til að styðja skáta- foringjana, sem oft eru mjög störfum hlaðnir. Fyrir nokkru voru stofnuð slík samtök „Gam- alla skáta“ hér á landi og hafði Franch Michel- sen forgöngu um þetta mál. Nýlega var haldinn framhaldsstofnfundur og kosin stjórn. Formaður er Daníel Gíslason, fyrrverandi félagsforingi, og með honum eru í stjórn: Gísli Sigurðsson og frú Asta Þorgrímsdóttir. Verið er að semja lög og starfsreglur fyrir félagið og mun annar fund- ur haldinn í þessum mánuði. A framhaldsstofn- fundinum mætti Odd Hopp, en hann er ritari samtaka gamalla skáta í Noregi, og skýrði fyrir- komulag þessarar starfsemi í heimalandi sínu. Læknir: „Ég hef rannsakað yður vandlega. Allt sem þér þarfnist er hvíld.“ Iíona: „En, herra læknir, ég verð að fá meðul. Sjáið bara tunguna.“ Læknir: „Já, hún þarfnast einnig hvíldar." SKATABLADIÐ 57

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.