Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 21
Bandalag isl. skáta 35 ðra J TILEFNI 35 ára afmælis B. í. S. var haldið hóf í Skátaheimilinu í Reykjavík laugardaginn 20. júní og hófst það kl. 9 síðdegis. Hófið sátu um 130 manns, og voru gestir aðallega gamlir Bandalagsstjórnarmeðlim- ir, núverandi og fyrrverandi skátaforingj- ar og ýmsir vinir og velunnarar skátahreyf- ingarinnar. Veizlustjóri, Björgvin Magnús- son, bauð gesti velkomna og hófst hófið með því að sungið var: „Ef við lítum yfir farinn veg“. Þá var borið inn kaffi, og nutu menn þess, sem á borðum var. Fyrst tók til máls skátahöfðingi íslands, Jónas B. Jónsson, rakti hann sögu B. í. S. og minntist þeirra, sem mest höfðu komið þar við sögu. Að þvi loknu fór fram veiting lieiðurs- merkja. Þessi voru særnd heiðursmerkjum í til- efni 35 ára afmælisins: Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, Silfur- úlfinum. Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi, Silfur- úlfinum. Arnbjörn Kristinsson, Þórshamrinum. Áslaug Friðriksdóttir, — Björgvin Magnússon, — Eiríkur Jóhannesson, — Guðmundur Ástráðsson, — Hafsteinn Ó. Hannesson, — Jón Guðjónsson, — Jón Mýrdal, — Þórhildur Bachmann, — Þessir skátar voru sæmdir 15 ára Lilju: Friðrik Haraldsson, Guðrún Runólfsson, Jón A. Valdimarsson, Steina Finnsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Borgaraliljunni voru sæmdir: Ásmundur Guðmundsson, biskup, Bjarni Benediktsson, fyrrv. borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, og Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður. Margar ræður voru fluttar og bárust gjafir frá ýmsum skátafélögum. Kvenskáta- félag Reykjavíkur gaf vandaða gestabók, Skátafélag Reykjavíkur gaf borðfánastöng Þýzkur og ameriskur skáli á Þjórsárdals- mótinu 1958. SKATABLAÐIÐ 61

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.