Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 22

Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 22
með fána félagsins, Hraunbúai' gáfu merki Hafnarfjarðar, vita. Benedikt G. Waage af- henti veifu frá í. S. í., Skátafélag Hvera- gerðis gaf blóm. Skeyti bárust meðal ann- ars frá sr. Friðrik Friðrikssyni og Ásmundi Guðmundssyni, biskup, sem því miður gátu ekki verið viðstaddir. Leið svo kvöldið við söng og ræðuhöld. Einnig léku þær Kolbrún Sæmundsdóttir og Eygló Viktorsdóttir fjórhent á píanó við mikla hrifningu áheyrenda. Hófinu lauk með Lokaþætti, sem Hrefna Tynes útbjó. Var það fánaborg með 10 fán- urn og 10 skátar með 10 kertaljós, sem tákna áttu skátalögin. Á undan lokaþætti flutti Hrefna Tynes stutt ávarp. Forseti IsSands gerist verndari ísl. skáta Yfir 100 skátar fóru til Bessastaða í boði forseta íslands. Farið var frá Skátaheimil- inu í Reykjavík kl. 8 e. h. í hópnum var stjórn B. í. S., skátaráðsmeðlimir og full- trúar 12 skátafélaga á landinu. Þegar kom- ið var til Bessastaða, var fylkt liði og geng- ið undir fánum í kirkju, en á kirkjutröpp- unum stóðu forsetahjónin og heilsuðu skát- unum. í kirkjunni var fyrst sunginn sálmur: Ó, faðir, ger mig lítið ljós, en organisti kirkj- unnar lék undir á kirkjuorgelið. Þá kvaddi skátahöfðingi, Jónas B. Jónsson, sér hljóðs og tilkynnti skátunum, að forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefði gerzt vernd- ari íslenzkra skáta. Skátarnir stóðu upp og hylltu forsetann. — Þá talaði forseti og sagði, að það væri sér mikið gleðiefni að hafa gerzt verndari skátanna, og fór síðan nokkrum orðum um gildi skátahreyfingar- innar. Síðan sagði hann frá staðnum, svo og sögu kirkjunnar og deili hinna ýmsu kirkjugripa og gluggaskreytinga. Þegar for- Ljósálfur afhendir forsetafrúnni blórn á afmœlis- hátíð skátahreyfingarinnar i Austurbœjarbíói síðastliðinn vetur. setinn hafði lokið máli sínu, var sungið: ísland ögrum skorið. Að því loknu buðu forsetahjónin til stofu. Voru þar veitingar á boðstólum, og skátunum gefinn kostur á að skoða húsa- kynnin (niðri). Tvær litlar telpur færðu forsetafrúnni blóm. Þá var safnast á sal og sungnir skátasöngvar og ættjarðarljóð. — Fengu forsetahjónin kröftug skátahróp fyr- ir móttökurnar. Forsetinn bað skátana að hjálpa heimafólkinu að hrópa kröftugt fer- falt húrra fyrir skátahreyfingunni, og var það gert svikalaust. Þá var farið í bílana og ekið út á Skans, en þar var kveiktur varðeldur, og var það í fyrsta sinn, sem forsetalijónin höfðu verið við varðeld. Var óspart sungið. Veðrið var gott, þó ekki væri góð fjallasýn, og allir í hátíðaskapi, enda þetta sérstakur hátíðisdagur. — Björgvin SKÁTABLAÐIÐ 62

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.