Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 24

Skátablaðið - 01.08.1959, Síða 24
Our Cabana. Eins og áður hefur verið tilkynnt, eru tvær íslenzkar skátastúlkur 17—19 ára boðnar til Our Cabana (sem er alþjóða kvenskátaskáli í Mexico) í júlí 1960. Juliette Low-sjóður amerísku kven- skátanna greiðir allan ferðakostnað og þriggja vikna dvöl á „Our Cabana“. Vasapeningar og önnur einkaútgjökl greiðist af þátttakendum sjálfum. Þess skal getið, að einu sinni áður hef- ur þessi sjóður greitt kostnað fyrir tvær íslenzk- ar skátastúlkur, en þá fóru þær til „Our Chalet“ í Sviss. Umsóknir um ferð þessa, verða að hafa borizt í hendur stjórnar B.Í.S. fyrir 1. janúar 1960. Skilyrði fyrir þátttöku eru þessi: Vera á aldrinum 17—19 ára (1960). Vera vel hraust (læknisvottorð). Hafa 1. fl. próf, vera riddari. Hafa starfað sem foringi s.l. 2 ár. Tala og lesa ensku. Hafa meðmæli félagsforingja síns og eins valinkunns manns eða konu. — Auk þess verða umsækjendur að gera sér það ljóst, að Kosinn var Skátaréttur. Þessi voru endur- kosin: Sveinbjörn Jónsson, hæstaréttarlög- maður, Jón Oddgeir Jónsson, Henrik Thor- arensen, Elín Jóhannesdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, en hún var kosin í stað Jakobínu Magnúsdóttur, sem nú er látin. Að lokum sagði skátahöfðingi frá skáta- höfðingjamóti drengjaskáta, sem haldið var í Stokkhólmi s.l. vor, en þar mætti hann og Franch Michelsen fyrir íslands hönd. Sagði skátahöfðingi, að þarna hefði verið rætt um sameiningu kven- og drengjaskáta í Svíþjóð í eitt bandalag, einnig hefði mik- ið verið rætt um starf unglinga á breyt- ingaaldri. Næsti fundur verður að líkind- um á íslandi 1961. Þess má geta, að sams konar fundur fyrir skátahöfðingja kvenskáta verður í Sigtuna í október 1959. það er ætlast til, að þær geti flutt smá fyrir- lestur um Island og íslenzku þjóðina, einnig um skátastarf á íslandi. Syngja og kenna ís- lenzk lög og ljóð (létt og algeng), Jþóðdansa, skátasöngva og leiki. Erlend skátamót. Borizt hefur bréf frá danska kvenskátasam- bandinu, þar sem það býður til foringjamóts fyrir kvenskátaforingja frá Norðurlöndum dag- ana 27. júní til 4. júlí 1960. Mót þetta er fyrir foringja, sem hafa áhuga fyrir að starfa fyrir fötluð og lömuð börn. Samtímis verður mót fatlaðra og lamaðra skátastúlkna í Danmörku. Þátttökugjald d.kr. 100,00, þar innifalin ferð til og frá Kaupmannahöfn—mótsstað, og ein ferð til þess að sjá stofnanir fyrir fatlaða og lamaða. Gisting verður í 2 og 4 manna herbergjnm. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. marz 1960. Einnig býður danska kvenskátasambandið þátttöku í 50 ára afmælishófi dönsku kvenskáta- hreyfingarinnar. Mót verða lialdin á 7 mismun- andi stöðum á Fjóni. Tírni: 5.—14. júlí. Gjald: D.kr. 55,00. Aldur 14—18 ára. Umsóknir fyrir 1. febrúar 1960. S KÁTAH O R N I Ð Sœvar Kristbjörnsson, fylkir í stjórn Skáta- félags Reykjavlkur. Ágúst Þorsteinsson, fylkir í stjórn Skáta- félags Reykjavíkur. 64 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.