Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 26
Ferðasögubrot íslenzkir skátar, sem fóru á 50 ára afmælis- mót dönsku skátahreyfingarinnar 1959, voru 14, 8 frá skátafél. Reykjavíkur og 6 frá Hraunbú- um. Ferðin hófst laugardaginn 20. júní kl. 12 á hádegi með m.s. Gullfoss. Lagt var af stað i góðu veðri, en er út í Faxaflóa kom, versnaði veður og gætti lítils háttar sjóveiki. En mann- skapurinn sjóaðist brátt, og var yið beztu heilsu upp frá því, nema einn, sem varð að ganga undir uppskurð strax og ferðinni lauk. Dvalið var hálfan dag í Leith og farið til Edinborgar, skoðaður hinn sögufrægi kastali og hin víðkunna blómaklukka. Til Hafnar komum við í blíð- skapar veðri 25. júní, og tók á móti okkur skáti frá „Fóstbræðrunum", sem er vinafélag Hraun- búa. Það var ekið strax til Frydendaisvej 32, heimilis dönsku skátanna. Þar héldum við til allan tímann, sem dvalið var í Höfn, alls 8 daga, og greiddum 25 aura fyrir gistingu á sólarhring. Að kveldverði loknum var ekið til Ráðhúss- torgs, til að sjá það markverðasta þar, t. d. Aðal- járnbrautarstöðina, Circus Schuman, Palladíum og hið langþráða Tívoli, þar sem við að lokum höfnuðum í „bráðabirða“-heimsókn. Mánudaginn 29. voru menn árrisulir. Fyrst varð að gera allsherjar hreingerningu bæði úti og inni á skátaheimilinu, því þann dag var von á skátahöfðingjanum og Mr. Wilson frá Lund- únum. En annað og meira stóð til þennan dag: Drengjunum hafði verið heitin Svíþjóðarför, áður en lagt var af stað að heiman og átti að efna það loforð þennan dag. Við lögðum af stað þangað kl. 9 með ferju til Málmeyjar. Þegar þangað var komið, fórum við áfram til Lunds, aðallega til að sjá hina fögru dómkirkju, þar sem Jón biskup Ögmundsson var vígður. En það voru okkur talsverð vonbrigði, að við feng- um ekki að sjá nema kjallarann, þó að hann sé í rauninni merkilegur, því kirkjan var í við- gerð. Eftir að hafa borðað miðdegisverð í Lundi, héldum við áleiðis til Málmeyjar og þaðan með fyrstu ferð til Hafnar. Um kvöldið sungum við og skemmtum okkur á skáta vísu „heima“ í skátaheimilinu Miðvikudaginn 1. júlí var óákveðin dagskrá, dagurinn var ætlaður til undirbúnings ferðalag- inu á mótið. Kl. 22 lögðum við af stað með stórri ferju til Árósa og komum þangað kl. 7 morguninn eftir. Þar tók á móti okkur danskur roverskáti og vísaði okkur á járnbrautarstöðina og hentugan stað til að matast. Eftir rúmlega tveggja tíma dvöl í þessari borg, sem er önnur stærsta borg Danmerkur, fórum við með lest til Ebeltoft, sem er lítið gamaldags þorp í „Landi molbúanna", eins og Danir komst sjálfir að orði. Við vorum svo heppnir að vera með einni af fyrstu ferð- unum til Ebeltoft þennan dag, því þar skyldi mótið haldið, og við losnuðum við öll þrengsli og troðning. Eftir að hafa snætt sérlega kjarn- góðan miðdag í gamaldags veitingahúsi í Ebel- toft, lögðum við af stað gangandi með pjönkur okkar út á mótstaðinn, en þangað var klukku- tíma gangur. Við lentum í samfloti með skát- unum frá Silkiborg, og urðu þeir nágrannar okkar á mótinu og sýndu okkur sérlega mikinn velvilja. Um leið og við gengum inn á móts- svæðið, var okkur tilkynnt, að við yrðum kvik- myndaðir, og gættum við þess að vera sæmilega vel til hafðir við svo hátíðlegt tækifæri. Þegar inn á mótstaðinn kom, streymdu skátar að úr öllum áttum, akandi, gangandi og fjöldinn all- ur hjólandi. Okkur var ætlað að búa saman við „Fóstbræðurna" á mjög viðkunnanlegum stað. Fimmtudaginn 2. júlí var unnið að því að koma sér fyrir, girða tjaldbúðasvæðið, gera lilóð- ir, byggja hlið, setja upp fánastengur og yfir- leitt koma sér sem bezt fyrir. En um kl. 15 var mótið hátíðlega sett, en þó eigi með hátíða- skrúðgöngu eða sameiginlega, lieldur hver á sín- um stað. En þó skyldi hvert félag eða hópur senda menn til að draga hátíðafánana að hún, en áður en sú athöfn hófst, var skotið af fall- byssu, einnig þegar fánar voru dregnir að hún á morgnana. Á mótinu voru fulltri'iar frá 13 þjóðum, m. a. frá Libíu, Grænlandi, Grikk- landi, Mexikó og einn verksmiðjueigandi og sonur hans frá hinni fögru eyju Utila, sem til- heyrir ríkinu Honduras í Suður-Ameríku. Mað- ur þessi er danskur að ætt og uppruna, var ilokksforingi á sínum tíma í „Göngernes" 1. 66 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.