Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 27
flokk og skrifstofustjóri hjá dönsku skátunum. Hann sagðist vera kominn til að lofa syni sín- um að sjá skátana. Þessi fyrrverandi flokksfor- ingi í Danmörk og núverandi verksmiðjueig- andi í Honduras var mjög elskulegur og blátt áfram og tjáði mér á lokavarðeldinum, að hann hefði fengið 1. verðlaun fyrir sitt fallega höku- skegg. Allir skeggjaðir voru nefnilega myndaðir saman. Þennan sama dag kl. 21 var sameigin- legur varðeldur. Á varðeldinum var sýnd saga skátahreyfingarinnar í Danmörku og fleiri sögu- legar sýningar, ásamt hátíðlegmu skemmtiatrið- um. Næstu dagar liðu fljótlega við tjaldbúða- störf, heimsóknir, minni varðelda og að sjá hvernig „hinir“ höfðu búið um sig. Ýmis konar keppnir fóru og fram að ógleymdum úti- legum, sent venjulega er hámark slíkra rnóta, því margan skátann kitlar í lófana eftir að geta yfirunnið „óvininn" eða mótstöðumanninn. Sunnudagurinn 7. júlí var almennur heim- sóknadagur og lokavarðeldur um kvöldið. Þann dag var álitið að 50.000 manns hefðu komið inn á mótssvæðið, annars voru þátttakendur móts- ins 8.000 skátar. Þennan sama sunnudag gengu allir til guðsþjónustu, sem haldin var á aðal- varðeldasvæðinu. Eitt kvöldið cftir að kyrrð var komin á, var haldin sérstök samkoma fyrir alla flokksforingja. Sendur var hraðboði til foringjanna með mjög sérstætt bréf, alvarlegs efnis, og gaf það til kynna, að óvenjulegt merki skyldi gefið um sól- arlagshil hvar og hvenær samkoma þessi hæfist. Stuttu eftir sólarlag sást hnöttur svífandi yfir varðeldasvæðinu, og var hann upplýstur með ljóskösturum. Við fórum þangað 6 og tókum þátt í hinni liátíðlegu og ógleymanlegu athöfn, sem þar fór fram. Þriðjudaginn 7. júli var mótinu slitið hátíð- lega, nánar tiltekið kl. 15, í svo miklum hreyskju- hita, að tæplega var viðvært. Að því loknu byrj- uðu skátar að búast til brottferðar. Annars tók það tvo daga að koma öllum mannskapnum í burtu, akandi, gangandi, hjólandi og með járnbrautum. Nú fór að verða tómlegt þar, sem áður höfðu dvalið átta þúsund skátar, en þó voru þarna mannvirki, sem skátarnir unnu að sem ævar- andi minnisvarða um nokkra unaðsríka daga. Á aðalbaðstaðnum vantaði bryggjur fyrir baðgest- ina að hafast við á, og höfðu ráðandi menn bæjarins lengi ætlað sér að koma byggingu þeirra í framkvæmd. En nú kom tækifærið að koma verkinu í framkvæmd. Á 3—4 tímum byggðu skátarnir bryggjurnar á þann hátt að fylltir voru margra metra langir tréstokkar með grjótinu úr fjörunni, og hreinsuðu því fjöruna um leið. Bæjarstjórinn í Ebeltoft var mjög þakklátur skátunum fyrir þetta verk. Við lögðum af stað gangandi snemma morg- uns 8. júlí, og eftir klukkutíma gang, gengum við um borð í þá lengstu lest, sem almennt gefur að líta, og ókum til Arósa og biðum þar í 10 tíma eftir ferju til Hafnar. Þegar á skáta- heimilið kom, var þar yfirfullt af skátum, en kl. tvö sama dag rýmdu norskir skátar fyrir okkur. Við dvöldum í Höfn í tvo daga í góðu yfirlæti, og fór mestur tíminn í að fara í verzl- anir, kveðja vini og ganga frá farangri. Laugardaginn 11. júlí fóru tíu af hópnum áleiðis heim með Gullfossi. Einn varð eftir til náms, en um fimm leytið sama dag fórum við þrír fljúgandi heim. Fararstjóri þeirra, sem fóru með skipinu heim, var Kjartan Reynisson, og leysti það starf vel af hendi. Öll ferðin gekk slysalaust og vel í alla staði. Hafnarfirði, 8. sept. 1959. Eirikur Jóhannesson. ------------------------------------ SKÁTABLAÐIÐ Útgefandi: 1 BANDALAG ÍSLENZKRA SKÁTA ; ; Ritstjóri: • ; INGÓLFUR ÖRN BLÖNDAL ; Auglýsingastjórar: ; EYSTEINN SIGURÐSSON HARALDUR SIGURÐSSON • Ábyrgðarmaður: ARNBJÖRN KRISTINSSON. ! Utanáskrift: 't Pósthólf 1247, Reykjavík. ! Árgangurinn kostar 35 krónur. ! Prentsmiðjan Oddi h.f. i-----------------------------------—i SKATABLAÐIÐ 67

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.