Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 25
af gömlum lierbúðum. Það eina, sem var eftir af þeim var gömul og yfirgefin bygg- ing, sem ekki var hægt að hafa mikið gagn af. Það var vart hægt að sjá nein önnur um- merki um það, að nokkur mannleg vera hefði áður stigið fæti sínum þar. Staður- inn var um það bil fjörutíu mílur norður af Georgetown, sem er höfuðborg Brezku Guineu. Héraðið er allt ein stór flatneskja, gróðurinn er þéttur og frekar óviðkunnan- legur að sjá, og þar eru engar hæðir, en aftur á móti margar ár. Er ég nálgaðist tjaldsvæðið í fylgd með innlendum félaga mínum, sem var af kín- verskum uppruna, þá var það fyrsta, sem ég tók eftir — og ég verð að játa, að mér féll það ekki sem bezt í geð — nokkrir tug- ir hræfálka, sem fylgdust með mér frá ná- lægum trjátoppum. Hræfálkar eru ekki vinalegar skepnur að sjá, þeir eru vægast sagt viðbjóðslegir, sérstaklega þó ef það er haft í huga, að þeir bíða aðeins þolinmóð- ir eftir því, að eitthvað komi fyrir þig svo að þeir geti fengið af þér undirstöðugóða máltíð. Þessir fuglar áttu nú að vera félagar mínir næstu tvær vikurnar. Ég geri ráð fyrir, að þeir hafi flogið eitthvað um öðru hverju, en sú var raunin á, að í hvert skipti er ég leit upp, sátu þeir grafkyrrir í tugatali í trjánum umhverfis tjaldbúðirn- ar. Við hentum farangri okkar inn í yfir- gefnu bygginguna, en svo, mér til mikillar undrunar, kveiktu félagar mínir í grasinu þar í kring. Og hvílíkur eldur. Ég hef alltaf álitið það eitt af því fyrsta, sem gera ætti í sérhverri útilegu að kveikja eld, en þetta var í fyrsta skiptið, sem ég hafði séð kveikt í öllu tjaldsvæðinu. Á meðan brennan stóð sem hæst, uppgötvaði ég, að þetta var að- ferðin, sem þeir notuðu til að hrekja burt snákana. Mér var sagt, og féllst ég strax á að það væri rétt, að óráðlegt væri að tjalda ofan á snákunum, sem þarna kynnu að halda sig, en hins vegar væri þeirn ekki ver við neitt annað en eld og brenndan jarð- veg. Með því að berja eldinn niður í svörðinn, tókst okkur að halda lionum innan þess svæðis, sem við ætluðum að nota og var nálægt fimm ekrum að stærð. Vafalaust hafði okkur tekizt að reka snákana veg allrar veraldar, en óneitanlega var tjald- búðasvæðið nokkur sótugt og óþrifalegt. Ég held, að ég hafi aldrei þvegið mér jafn- oft í neinni útilegu og með jafnlitlum ár- angri. Við reistum tjaldbúðirnar, sem var til tölulega einfalt verk, aðeins örfá tjöld fyrir lrvern flokk. Síðar um daginn fóru þátttak- endur í námskeiðinu að tínast að. Þeir voru af mjög blönduðum kynþáttum. Einna skemmtilegast þótti mér að sjá Amar-Indí- ánana, en sú ættkvísl hefur byggt Brezku Guineu um aldaraðir. Þarna voru svertingj- ar, rnenn af kínverskum og evrópskum upp- runa, og einnig allir mögulegir kynblend- ingar, en ég komst fljótt að raun um það, að þarna voru samansafnaðir hinir beztu og vönduðustu menn. Þeir komu sér fyrir, og létu fara eins vel um sig og mögulegt var. Vatnið skapaði okkur dálitla örðugleika, því að það þurfti að sækja um fjórðungsmílu veg til næsta vatnsbóls, eftir stíg, sem við höfðum liöggv- ið gegn um frumskóginn. Vatnsbólið var töfrandi fagurt, en venjulega voru í því all- margir snákar, sem syntu í vatninu og hlykkjuðu sig leiðar sinnar, er við nálguð- umst. Raunverulega er ég þeirrar skoðunar, að við höfum drukkið eins konar soðna snákasúpu allan tímann, en annað vatn var ekki að hafa. Allt umliverfis tjaldbúðirnar og meðfram stígnum niður að vatnsbólinu uxu stór tré, sum hver geypilega hávaxin. Eitt sinn felld- SKÁTABLAÐIÐ 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.