Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 27
„Þær eru um það bil fjórtán þumlungar milli vængbroddanna og eins og flestar leð- urblökur, bera þær sjúkdóma. Þær fljúga nær eingöngu að nóttu til og vilja lang helzt leggja sér mannsblóð til munns. Þær hafa þann einkennilega hæfileika að geta dáleitt menn með vængjahreyfingum sín- um, og þegar þær eru þess fullvissar, að maðurinn sé steinsofandi, þá stinga þær gat á einhverja æð lians og drekka iylli sína af blóði. Og vegna þess,“ bætti vinur minn, Amar-indíáninn, við „að þær eru mjög miklir smitberar, er þetta mjög hættu- legt.“ Ég minnist þess ekki, að hafa nokkru sinni átt uggvænlegri samræður við nokk- urn mann. Ég liugsaði til þess með undr- un, hve vel ég hafði sofið. Eins fljótt og ég gat, fór ég aftur til tjalds míns, afklæddi mig og rannsakaði síðan vand- lega allan líkama minn til þess að vita, hvort þar fyndust nokkur stungusár, sem gætu ef til vill verið eftir blóðsugu-leður- blökur. Ég hef aldrei fyrr veitt því eftir- tekt, hversu margar skrámur og stungur geta verið á einum mannslíkama, en þar sem ég hafði verið í hitabeltinu í allmarga mánuði og hafði þannig fengið rækilega að kenna á moskitó-flugunum, þá fann ég hinn mesta fjölda af stungum, sem hefðu getað verið eftir blóðsugur. „Það verður að hafa það,“ sagði ég við sjálfan mig, „það er ekkert hægt að gera við þessu héðan af, og ég verð að vona það bezta, en ef slíkar skepnur eru að flækjast í tjaldbúðunum, þá verðum við að gera rótttækar ráðstaf- anir.“ Og upp frá því höfðum við „Leðurblöku- flokk“, sem annaðist það verkefni að ganga milli tjaldanna á nóttunni og reka allar leðurblökur burt, sem sáust þar á sveimi. Við lifðum þetta allir af, en þetta jók enn á tilfinningu mína, að ég væri hér á ókunn- um stað og undir ískyggilegum kringum- stæðum. Já, þegar ég lít til baka yfir Jjennan tíma, þá var þetta frumskógalíf geysimikið ævin- týri. Ég hef ekki minnzt á hinn geysimikla hita, sem ætlaði okkur alla lifandi að drepa, og ekki lieldur hin skyndilegu skipti á nóttu og degi, sem stafaði af því, hversu nálægt við vorum miðbaugnum. Á kvöldin, þegar myrkrið skall skyndilega yfir, var engu líkara en að tjald hefði verið dregið fyrir sólina. Ég hef heldur ekki minnzt á erfiðleikana við að afla scr fæðu undir þess- um skilyrðum. Við sendum út veiðiflokka á hverju kvöldi, og flestar okkar máltíðir vöru einhvers konar jafningur úr öllu, sem veitt hafði verið. Margt af því kom mjög einkennilega fyrir sjónir, eins og til dæmis agouti og laba og mikill fjöldi af nagdýr- um, sem ég lærði aldrei nöfn á, en brögð- uðust mörg hver ágætlega. Þótti mér gaman að þessu? Já, varla get ég annað sagt. Þetta var allt dálítið tauga- æsandi, Jjví að undir niðri hræddist maður alltaf, að eitthvert þessara villidýra myndi vinna manni mein, og hræfálkarnir allt umhverfis tjöldin minntu mann stöðugt á |)að, að ekkert yrði þeim meiri ánægja en að geta búið sér góða máltíð úr jarðnesk- um leifum einhvers okkar. En ótrúlegt er það, að eina slysið, sem kom fyrir okkur þarna inni í miðjum frumskógum Brezku Guineu, átti sér stað kvöld eitt, er við vor- um á leið til vatnsbólsins, þar sem við ætl- uðum í bað, og vorum í jeppa, sem við höfðum til afnota, er jeppinn rann til á sleipum jarðveginum og valt á hliðina. Eng- inn okkar slasaðist alvarlega, en vissulega höfðurn við þar með haft meira tjón af upp- finningum siðmenningarinnar en öllum hættum skógarins. Eysteinn Sigurðsson sneri úr ensku. SKÁTABLAÐIÐ 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.