Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 41

Skátablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 41
Örninn straukst fram hjá þeim, og loft- þrýstingurinn var svo mikill, að þeir hefðu án efa kastazt niður, hefðu þeir ekki tekið eftir hættunni í tíma. Takra liafði fylgzt með hinu vandasama flugævintýri frá sæti sínu í hreiðrinu. Nú kom arnarmóðirin til baka, hálf ringluð eftir hið mikla fall og móð var hún, er hún settist á hreiðurbarminn. Litlu ung- arnir, sem ekki vissu neitt um þá lævíslegu árás, sem var verið að gera á heimili þeirra, teygðu fraxn liöfuðin. Þeir gátu ekki skilið, hvers vegna pabbi og mamma komu ekki með neitt að borða. Með angist í augum horfðu ernirnir á mennina þrjá nálgast. Takra lyfti sér upp frá Iireiðrinu og sveif upp í loftið, en arnar- móðirin sat kyrr á hreiðurbarminum. Augu hennar voru því nær svört af reiði. Hefðu mennirnir þekkt meira til kóngaarna og krafta þeirra, þegar um það er að ræða að vei ja unga og hreiður, hefðu þeir vafalaust hugsað sig tvisvar um, áður en þeir gengu inn á þetta heimskulega veðmál. Sá fyrsti af fjallgöngumönnunum var nú kominn alllangt á undan félögum sínum. Hann var kominn svo nálægt hreiðrinu, að hann gat greinilega séð litlu, loðnu ungana, er þeir teygðu úr hálsunum. Hann lyfti litlu skammbyssumri sinni og ætlaði að hræða örninn burtu með skoti úr henni. Hár hvell- ur heyrðist, nokkrir litlir steinar hrundu niður klettana og með hræðsluskræk flaug arnarmóðirin upp af hreiðrinu. í fátinu þaut hún í átt til Takra, sem sveimaði fyr- ir ofan, og þetta augnablik notaði hinn fífl- djarfi fjallgöngumaður sér til að nálgast lireiðrið og grípa einn af hinum hvæsandi ungum með snöggu taki. Hann greip þétt um hálsinn á honum og eftir andartak var hann kyrr, síðan kastaði hann honum nið- ur til félaga sinni. Að því loknu gaf hann sér tíma til að anda léttara, fann sér betri fótfestu og teygði sig síðan eftir hinum ungunum. Hinir fífldjörfu fjallgöngumenn höfðu í oflæti sínu ásett sér að taka ekki að- eins einn, heldur alla ungana, sem sönnun fyiir fífldirfsku sinni. Hinir ungarnir tveir höfðu þrýst sér inn í fjarlægari enda hreiðursins, og áður en fjallgöngumaðurinn gat náð nokkrum þeirra heyrði hann þytinn af steiklegum vængjatökum yfir höfði sér. Grjóthörð vængbrún slóst í höfuð hans, hann baðaði út höndunum og missti fótfestuna. Félagar hans, sem stóðu dálítið neðar, sáu hann koma þjótandi. Af öllum kröftum tóku þeir í kaðalinn, sem batt þá saman og þannig tókst þeim að stöðva hann áður en hann féll niður hinn lóðrétta klettavegg. Það var arnamóðiiin, sem hafði aftur gert árás, og nú kom Takra á eftir. Hvað eftir annað steyptu þau sér yfir vesalings mennina, sem vöiðu sig eftir megni. Skamm- byssan hafði tapazt í fallinu. Þeir þorðu ekki að standa upp eitt augnablik og halda aftur til baka. Þeir slógu frá sér með hönd- um og fótum, en samt dugði það varla til að verja þá fyrir hinum hvössu nefjum og beittu klóm. Að lokum virtust ernirnir vera farnir að þreytast. Takra sveif hátt í loft upp, en arnamóðirin settist á hreiðurbrúnina hjá ungunum tveimur. Mennirnir önduðu létt- ar og hófu að fikra sig hægt og varlega nið- ur aftur. Enginn þeirra vogaði að taka hinn dauða arnarunga. Er þeir höfðu náð að einu af erfiðustu skörðunum á leiðinni, heyrðu þeir aftur þytinn af vængjatökum arnarins. Þeir þrýstu sér saman og héldu, að sín síðasta stund væri runnin upp. Það skeði þó ekk- ert í þetta skipti. Það var aðeins Takra, sem vildi fullvissa sig um, að hinir óboðnu gest- ir hypjuðu sig brott. Heimkoman varð ekki alveg eins og 99 SKÁTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.