Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 10
yfir. Unga konan vaknaði skjálfandi af kulda. Það var næstum almyrkt, tunglið var að vísu á lofti en nær hulið af skýjaleið- ingum. Skriðdreki kom akandi eftir veginum og Jjau þrýstu sér öll niður að jörðinni. Pilt- urinn kenndi kornlyktina blandaða mold- areimnum leggja að vitum sér og fann um leið til sultar. Skriðdrekahljóðið var þeim öllum gamal- kunnugt. Þeim hafði í raun og veru fund- izt það hljóma fyrir eyru sér allan tímann, en nú var Jtað nálægt Jreim og raunverulegt á nýjan leik. Stríðsvagninn stanzaði þar sem bíllinn lá í skurðinum og ljósgeisli sveif út yfir akur- inn. í bjarmanum gátu þau greint náföl andlit hvers annars. En ljósið hvarf og skrið- drekinn hélt enn spölkorn undir skriðbelti sín og stefndi á ána. Hvörflandi ljóskast- arinn skar sundur myrkrið allt umhverfis. Hann ók framhjá þeim ]>ar sem þau lágu marflöt og titrandi af dauðans angist. Skömmu síðar heyrðu þau skamp í vatni, er hann skreið út í mýrina og í sömu andrá gullu við nokkur skot. Enginn óp fylgdu á eftir, aðeins dauðaþögn. Vélarhljóðið þagn- aði einnig. En er þau lyftu höfðunum var- lega upp yfir kornöxin, sáu þau leitarljós- ið sveima upp og niður eftir árbökkunum. Árniðurinn lét nú á nýjan leik hátt og greinilega í eyrum. Skömmu síðar skreið gamli maðurinn í átt til piltsins með tóma flösku í hendinni. Þau höfðu drukkið kaffi úr henni uppi í skógar j aðr inum. „Nú halda þeir brúnni upplýstri, svo að við komumst ekki yfir, án þess að þeir sjái okkur,“ sagði hann. „Ég ætla að skreppa í burtu andartak, þú hefur ofan af fyrir kvenfólkinu á meðan.“ Þetta hljómaði eins og fyndni og ótrú- lega fimur í hreyfingum skreið hann líkt og köttur í átt að veginum. Myrkrið var svo Jrétt, að þau greindu ekki nema allra næstu kornöxin, en Jtau heyrðu greinilega andardrátt hvers annars meðan þau biðu. Pilturinn skildi strax, livað fyrir gamla manninum vakti. Sjálfur kunni hann vel að búa til sprengjur úr flöskum fullum af benzíni. „Hann er ekki eins gamall og hann lítur út fyrir að vera,“ hugsaði hann með sjálf- um sér. „Það er aðeins orðið langt síðan hann hefur haft tíma til að raka sig.“ Ekki leið á löngu unz hann var hjá þeim aftur, þó að þeim sem biðu fyndist það vera heil eilífð. Þeim fannst sem þau fyndu lyktina af benzíninu löngu áður en hann var korninn til þeirra aftur. „Það var meira en ncig eftir á bífnum," hvíslaði hann og var ekki laust við að hann væri rnóður. „En ég varð að höggva gat á geyminn með hnífnum mínum til að ná Jrví. Ég er búinn að setja kveikinn í og nú er ekki annað eftir en að hitta vel.“ „Leyfðu mér,“ sagði pilturinn og greip sprengjuna með titrandi höndum. „Þetta er ekkert barnaleikfang," hvíslaði maðurinn og var nú orðinn byrstur í máli. En áður en hann gæti að gert, var pilturinn kominn af stað og skreið fimlega yfir akur- inn í átt að bryndrekanum. Honum fannst hann heyra hrópað að baki sér, en líklega var Jiað aðeins bergmál af lians eigin hugs- unum. Sprengjunni hélt hann tryggilega undir hendinni. Þeir atburðir, sem nú urðu á vegi hans, fannst honum eftir á að gætu alveg eins hafa verið hreinn tilbúningur í hans eigin hugsanaheimi ellegar þá draumur, sem hann hann hefði dreymt. Taugar hans voru ótrúlega styrkar og það var sem öll hræðsla í honum svæfi. Augu hans voru opin en sáu ekkert umhverfis sig nema Ijósið, sem beið þeirra framundan, og árniðurinn lét sífellt hærra í eyrum. Sterk löngun í brauð blossaði upp í munni hans og í því skyni 4 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.