Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 12
ilóttaí'ólk, liggjandi á bekkjum eða beru gólíinu eða jafnvel sitjandi upp við vegg- ina. Pilturinn þekkti aftur samferðafólk þeirra frá deginum áður, þau sváfu öll, unga konan með barnið í fanginu. Olíu- lampi í loftinu veitti rauðleitri birtu út um herbergið. Hann sat með opin augun og skalf eins og honum væri kalt. Ókunnugi landamæra- vörðurinn, sem hafði komið inn til að leggja í ofninn, þræddi fram gólfið milli liinna sofandi líkama. Hann stanzaði hjá piltinum og sagði: „Geturðu ekki sofið? Hér þarft þú ekki að vera liræddur." Hann renndi hendi sinni hughreystandi gegnum þykkt hár piltsins, og hann róaðist strax við snertinguna. Hinn ókunni vinur hans yfirgaf herbergið til að gefa hinum þreyttu svefnfrið. Pilturinn horfði athugandi kringum sig, þegar hermaðurinn var farinn. Hann fann kökk í hálsi sér og benzínlyktin angaði enn fyrir vitum hans. Hann horfði á andlitin, hvert fyrir sig og smátt og smátt linaði skelfingin tök sín á lionum. Það hvíldi frið- ur yfir andlitunum, rétt eins og jjau hefðtt sloppið naumlega úr klóm illra máttar- valda, þau sváfu óttafaust, þau voru frjáls. Og smám saman fann hann þessar sömu tilfinningar verða yfirsterkari hjá sjálfum ;sér og leysa gleðina úr læðingi. Þá kom hann auga á kornið, sem liafði festst í hári stúlkunnar, sem hvíldi við öxl honum, og hann brosti um leið og hann ijarlægði það varlega. Síðan fann hann fleiri í jakkavasa sínum, stakk einu og einu í munninn og tuggði þau, unz hann fann beizkjubragðið af kjarnanum í munni sér og um leið og tárin fóru að renna niður kinnar hans, fann hann að seinustu leifar óttans hurfu burt úr sálu hans líkt og dögg fyrir sólu. Eysteinn Sigurðsson sneri úr norsku. víð Snorrabramit Sitstjóri Skátablaðsins var á ferð urn Snorrabrautina fyrir nokkru, ásamt ljósmyndara blaðsins, og datt þá í hug að líta inn í Skáta- iieimili í leit að efni í blaðið. Þegar inn ér komið verða fyrir okkur stór forstofa, inn af henni önnur, og síðan langur gangur. Allt var þarna nýmálað og snyrtilegt. Á skrifstofunni, þar sem húsvörð- ur hefur aðsetur sitt, hittum við fyrir félags- foringja Skátafélags Reykjavíkur, Hörð Jóhannesson. Hann var í svo alvarlegum samræðum við nokkra af deildarforingjun- um að hann tók vart eftir, þegar aðra eins merkismenn og við ljósmyndarinn erum, bar að garði. Aðspurður sagðist hann þó Jónas Haraldsson flokksforingi. 6 skatablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.