Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 17
kvenskátarnir myndu algjörlega bíða ósig- ur í þeirri viðureign. ísland var eina landið, sem einhverja reynslu hafði af þessum mál- um. Ég benti á, að í þessu máli gætum við hugsað okkur að stigin væru 3. Fyrsta stig: Maðurinn vill öllu ráða — konan verður að hlýða. Annað stig: Konan brýtur af sér okið og vill láta til sín taka. Þriðja stig: Maður og kona mætast á miðri leið og vinna saman að lausn vandamálanna. Fyrstu tvö stigin ertt um garð gengin, við erum komin á þriðja stig. Márta Normann stóð upp og þakkaði mér og sagði, að ég, sem hefði reynsluna, hlyti að geta borið um þetta; en ég hugsaði með mér, að ég von- aði, að ég þyrfti aldrei að taka þessi orð mín aftur. Síðasta málið var um Svannastarf. Fram- sögu hafði Rut Kristiansen, foringi K.F.U.K. -skátanna dönsku. Það virðist vera erfiðleik- um bundið að finna form, sem hæfi 14—18 ára aldursskeiðinu. Virtist, sem þar værum við allar að stríða við sömu vandamálin. Margt er það, sem ég gæti sagt frá úr þessari íerð, en til þess er livorki tími né rúm. Við höfðum eitt „Norrænt kvöld“, þar sem við skemmtum hver annarri með frásögnum og söng. Mér var fenginn einn forláta góður gítar, sem þær sænsku höfðu haft með sér frá Stokkhólmi með það fyrir augum að láta mig spila, og var mér tjáð, að ég mætti ekki standa mig ver, en ég gerði á Norðurlandafundinum í Osló fyrir 3 árum. Ég tók við gítarnum og söng „Ó, blessuð vertu sumarsól" og „Látum nú snjalla, söngvana gjalla“, að því loknu söng ég gamanvísur um okkur allar, sem ég hafði sett saman í matartímanum, og sagði þeim, að þetta skyldu þær hafa fyrir að vera að láta mig syngja einsöng. Varð af þessu hið mesta grín, allar voru farnar að syngja vís- urnar, og varð mér falið að búa til kveðju- söng til Svíanna að skilnaði. Ráðstefnunni lauk um kl. 17 þann 18. október og ókum við frá járnbrautarstöð- inni í Stokkhólmi heim til Estelle Berna- dotte. Þar voru blaðamenn, sem höfðu við- töl við okkur og tóku myndir, en ekki sá ég í Stokkhólmsblöðunum neitt frá þessu kvöldi utan eina mynd, ef greifafrúnni og íslenzka fulltrúanum. Prinsessa Sybilla heiðraði okkur með nærveru sinni þetta kvöld (hún var auk þess viðstödd einn dag í Sigtuna). Spurði hún mig um margt frá íslandi, og ég leysti úr spurningum hennar eftir beztu getu, en það var nærri liðið yfir mig, þegar nokkrar af þeim sænsku komu með gítarinn og sögðu mér að syngja fyrir prinsessuna. Það endaði með því, að ég varð brot úr konunglegri söngkonu, og var mest hissa á því, að ég skyldi fara heil á taugum út úr þeirri viðureign, en þær fullvissuðu mig um, að þetta væri ákaflega fallegt. Og ég reyndi að trúa því að það væri satt. Dag- inn eftir fór ég til Danmerkur, og fyrsta daginn þar var ég með dönsku skátunum. Þær fóru víða með mig; sýndu mér skálana sína og útilegusvæði. Við heimsóttum einnig skóla fyrir vandræðastúlkur, 14—18 ára. Forstöðukonan og tvær kennslukonur eru skátar. Um kvöldið heimsóttum við for- ingjanámskeið danskra kvenskátaforingja, en þar voru samankomnar yfir 100 fullorðn- ar konur, sumar mjög fullorðnar. Þar hitti ég Margarete Parm og áttum við tal saman um ýmiss skátamál. Við höfðum ekki hitzt síðan í Osló fyrir 3 árum. Eftir að hafa verið í Danmörku tæpan hálfan mánuð, fór ég til Noregs. Þar var ég aðallega í einkaerindum, en var þó á ein- um skátafundi, og var það vanalegur félags- fundur, sem skátarnir á „Strand" héldu í tilefni þess, að ég var stödd í bænum. En dóttir mín er aðstoðarforingi þar og hefur þar að auki ein flokk. Ég sagði þeim auð- vitað margt frá íslandi, einnig frá ferð minni og gat þar að auki kennt þeim söng. Ég þýddi handa þeim „Sólin skín á fjalla SKATABLAÐIÐ 11

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.