Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 22

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 22
ForinájanáinskeiS 4 Skagasírönd T-.AÐ var laugardaginn 31. október 1959, að við, tveir foringjar úr K.S.F.R., mætt- um úti á flugvelli með allt það dót, sem hugsanlegt var að við gætum notað á þriggja daga skátaferðalagi norður í land. Ætlunin var, að við héldum foringjanámskeið á Anna Kristjánsdóttir deildarforingi. Skagaströnd, en þar var seinni partinn í fyrravetur stofnað skátafélagið „Sigurfari“. Klukkan var orðin þrjú, þegar við lögð- um af stað með flugvélinni Glófaxa, en ætlunin hafði verið, að við legðum af stað klukkan eitt. Fyrst flugum við til Sauðár- króks og svo þaðan beint til Blönduóss, en þar sem veðrið var ekkert afbragðsgott, þá tók ferðin all-miklu lengri tíma en venju- lega. Þegar á Blönduós kom, var það ákveð- ið, að ekki skyldi flogið lengra um kvöldið, og við prísuðum okkur því sælar fyrir að vera komnar á okkar ákvörðunarstað. Einn- ig get ég ekki stillt mig um að geta þess, að fegnar vorum við að hafa aftur fast land undir fótum, því að okkur fannst flugferðin ekki beinlínis hrífandi í þessu veðri. Og það var blátt áfram dásamlegt að hossast í bílnum þennan spotta inn á Blönduós. Þegar þangað kom var klukkan orðin hálf-sex. Við vorum, sem sé hér um bil fjór- um tímum of seinar. Við sátum nú þarna í bílnum fyrir utan flugafgreiðsluna á Blönduósi, og ég var einmitt að stinga upp á því við Ástu, að við leituðum á náðir sýslumannsins undir því yfirskyni, að við værum óskilagripir. En þá var sagt fyrir utan bílinn: „Góða kvöldið og velkomnar". Þar var kominn félagsforinginn frá Skaga- strönd, Ingólfur Ármannsson. Og við vorum þá ekkert að tvínóna við þetta, heldur skiptum um bíl í hvelli, ásamt hafurtask- inu, og svo brunuðum við af stað út á Skagaströnd. Þegar við komum þangað, héldum við beint í skólann, sem er nýbyggt og mjög skemmtilegt hús. Við héldum námskeiðið þar, vegna þess að húsnæðið, sem skátarnir hafa fengið til afnota, var ekki komið í lag. Þar voru þá komnir 19 foringjar á aldrinum 13—16 ára, 4 drengir og 6 stúlkur frá Skagaströnd, og fimm drengir og fjórar stúlkur frá Blönduósi, en þar liefur skáta- félag nýlega verið endurreist. Eins og áður var getið, var þetta laugar- dagskvöld, og svo stóð á, að kvikmyndasýn- ing var í samkomuhúsinu þetta kvöld, og það er víst síður en svo daglegur viðburður. Skiljanlega langaði krakkana í bíó og þess vegna ventum við okkar kvæði í kross, og höfðum sambland af kvöldvöku og kennslu frá kl. 6 til 8, í staðinn fyrir frá 8 til 10. Síðan fórum við öll í bíó og sáum Walt Disney’s mynd og svo Roy Rogers mynd á eftir. Þegar þessu var lokið, fórum við heim til Þórðar Jónssonar, sem er aðstoðar félags- foringi þarna, en þar sváfum við og borð- 16 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.