Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 24
ERLEND SKÁTAMÓT Á bandalagsskrifstofuna hafa borizt bréf með boðum til þátttöku í eftirtöldum erlendum skátamótum næsta sumar: 1. Brezka kvenskátabandalagið tilkynnir al- þjóðlega samkomu ungra kvenskátaforingja, sem haldin verður í Roehampton í Bret- landi 31. ágúst til 10. september n. k. Kostn- aður er áætlaður 17 ensk pund auk ferða- kostnaðar til og frá London. Sé áhugi ein- hverra kvenskátaforingja að sækja fundinn, er þeim nauðsynlegt að lrafa samband við skrifstofuna þegar í stað. 2. Sveriges Flickors Scoutforbund býður tveim- ur kvenskátaforingjum á aldrinum 25—45 ára, þátttöku í alþjóðlegum kynningarfundi, sem haldinn verður í Frustunaby í Svíþjóð, 60 km suður af Stokkhólmi, 11.—18. ágúst n. k. Þátttakendur þurfa að geta talað og skilið eitthvað í ensku. Þátttökugjald er 75 krónur sænskar, auk ferðarkostnaðar. 3. Skátadrengir í Essex í Bretlandi bjóða flokki 9 skáta á aldrinum 12—18 ára ásamt einum foringja til alþjóðlegs skátamóts að Southend-On-Sea í Essex 6.—12. ágúst n. k. Sjálft skátamótið er ókeypis fyrir þátt- takendur, en þeir þurfa að kosta ferðir sín- ar að og frá mótsstað. Þátttakendum er ennfremur boðið að dvelja á heimilum skáta í Essex eina eða tvær vikur fyrir eða eftir rnótið. 4. Norsk Speidergutt-Forbund býður ótiltekn- um fjölda íslenzkra skátadrengja til þátt- töku í útilegu 3.—11. ágúst n. k., nálægt Larvik við Oslófjörð. Kostnaður er 75 krónur norskar auk ferðakostnaðar að og frá mótsstað. 5. Danskir kvenskátar bjóða 10 flokksforingj- um að taka þátt í móti flokksforingja af Norðurlöndum, sem haldið verður 7.—13. ágúst n. k. skammt frá Kaupmannahöfn. Kostnaður er 60 danskar krónur auk alls ferðakostnaðar. 6. Hollenzka skátaráðið tilkynnir, að Indaba 1960 fyrir alla skátaforingja verði haldið í Hollandi 2.—11. ágúst n. k. Kostnaður er 150 hollenzk gyllini, auk ferðakostnaðar að og frá mótsstað. Þeir skátar, sem áhuga hafa á þessu liafi samband við skrifstofuna sem allra fyrst og ekki siðar en 15. marz. 7. Boy Scouts of Amerika bjóða 8 skátadrengj- um á aldrinum 14—17 ára, ásamt einum foringja yfir 21 árs, til þátttiiku í skátamóti í Colorado Springs, Colorado í Bandaríkj- unum, 22.-28. júlí n. k., sem lialdið er í tilefni af 50 ára afmæli skátahreyfingarinn- ar í Bandaríkjunum. Bandariskir skátar greiða mótsgjöldin fyrir þátttakendur og auk þess er skátunum boðið að dvelja hjá bandariskum skátum um hríð. Ferðakostn- að allan verða þátttakendur hins vegar að greiða sjálfir. 8. 1960 halda kvenskátar í Bretlandi hátíð- legt afmæli kvenskátahreyfingarinnar þar í landi. Haldin verða mót víðs vegar um landið og til nokkurra þeirra hefur íslenzk- um kvenskátum verið boðið. Þar senr ann- ars er ekki getið eiga þátttakenclur að vera á aldrinum 13—17 ára, auk foringja. Hver og einn verður að borga ferðakostnað og mótsgjald verður um 3 £. a) Tveimur svannaskátum er boðið til Leicestershire á mót, sem stenclur frá 3.—6. júní. En þeim er auk þess boðið að dvelja hjá brezkum kvenskátum þar til 14. júní, og ef áhugi er fyrir liendi eftir það í Merioneth, Wales, til 14. júlí og síðan í West Glamorgan, Wales, til 13. ágúst. Móts- gjöld eru engin. b) Tveimur svannaskátum er boðið á al- þjóðamót í Broneirion, Wales, 19.—25. júlí og eftir mótið að dvelja þar til 5. 18 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.