Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 14
liann mætti þeytast niður eitir lionum með ofsahraða, finna líkama sinn merjast sund- ur í urðinni fyrir neðan og verða tættur sundur af hungruðum úlfakjöftum. Þá væri þessari hræðilegu martröð lokið. Hann skildi vel, hvers vegna Jóhann hafði svikið hann. Hann mundi sjálfur vel eftir bölvun guðanna, sem Nuvte fuffu hafði hellt yfir hann í reiði sinni, og hann sá fyrir sér nábleika ásjónu töframannsins og heyrði trumbusláttinn óma fyrir eyrum sér. Voru gömlu guðirnir þá eftir allt saman máttugri en Guð sá, sem hann trúði á? Niila var hræddur og honum var ljóst, að dauð- inn beið hans, en jafnvel á þessari hættun- ar stund var hann staðfastur í trúnni. Með hljóm trumbunnar fyrir eyrum sér, fór hann að biðja. En uppi á himninum skinu norðurljós- in skærari en nokkru sinni fyrr, líkt og þau vildu varpa ljósi sínu yfir þessa hörmulegu atburði, sem nú áttu sér stað á þessu leik- sviði liins mannlega lífs. Klukkustund síðar voru tveir finnskir landnemar á leið yfir Pahtajarvi vatnið. Hálfa mílu frá Fórnarklettinum rákust þeir á volgar leifar af hreindýri, en það var halta dýrið, sem Jóhann hafði spennt frá sleðan- um til að tefja fyrir úlfunum. Það hafði lilaupið móti vindinum til að reyna að bjarga lífinu, en úlfarnir voru fljótari til og höfðu náð því. Finnarnir litu í kring um sig og fylgdu síðan sleðaförunum, sem lágu upp á bakk- ann og þaðan upp á Fórnarklett. Uppi á klettinum rákust þeir á poka fullan á hveiti, og meðan þeir voru að velta því fyrir sér, hvernig á honum gæti staðið þarna, barst veik mannsrödd að eyrum þeirra. Þeir gengu fram á brúnina og komu þá auga á hálf meðvitundarlausan mann og örmagna 28 rnann, sem hékk frosinn fastur við klett- ana. Fins og einhver risavaxinn og ósýnileg hönd hefði stutt liann, hafði frostið haldið honum í greipum sér. Fingur lians voru frosnir utan um litlu birkihrísluna og hrein- dýraskinnúlpan hafði frosið niður í klett- inn. Skór hans voru rifnir og tættir, en frostið hafði þó að lokum veitt fótum hans þá fótíestu, sem þeir höfðu leitað að. Ein- mitt þegar hann hafði verið að því kominn að falla í útbreiddan faðm dauðans, hafði frostið, sem hafði verið svo sárbeitt og níst- andi, tekið hann í arrna sína að bjargað honum. Með því að nota slöngvivaði sína, tókst Finnunum að lokum með miklum erfiðis- munum að bjarga Niila upp á klettinn. Frostið reii að vísu úlpu hans og skórnir voru rifnir um saumana, og hann stundi af sársauka, þegar krampakennt tak fingra hans um hrísluna var losað, en fyrir mestu var þó, að liann hafði sloppið lífs úr þess- ari heljarraun. Finnarnir nudduðu andlit og útlimi hans upp úr snjó og lögðu hann síðan á annan sleðann og dúðuðu hann í lirein- dýraskinn. Síðan óku þeir til Hirvasniemi. Til minja um þetta ævintýri sitt fékk Niila stórar og illkynjaðar kalblöðrur á hendur og fætur. En tíminn læknar öll sár, og þar sem Niila átti ágæta eiginkonu, sem annaðist hann með hinni mestu prýði, fór svo að lokum, að hann varð alheill sára sinna. En heima í Kaalavaari var trumba töfra- mannsins þögnuð fyrir fullt og allt. Hin harða raun Niila hafði sýnt Löppunum það áþreifanlega, að þegar á reyndi, var Guð hans sterkari í mildi sinni og mann- kærleika, en gömlu guðurnir, sem heimt- uðu blóðugar fórnir. Eysteinn Sigurðsson sneri úr ensku. SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.