Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 15
að má nú telja öruggt að út verði gefin frímerki í tilefni 50 ára afmælis skátahreyfingar á Islandi. Þar með rætist draum- ur margra frímerkjasafnara, jafnt innlendra sem erlendra. Alltaf fjölgar þeim þjóðum, sem gefa út skátafrímerki, en á þessu ári hafa komið út um tíu merki, og síðast fyrir nokkrum dög- um voru gefin út átta skátamerki í Grikk- landi. Á Norðurlöndum hefur aðeins eitt skátamerki komið út, í Finnlandi 1957. Skátar víða um heim hafa ýmsan viðbún- að, sem vænta má, þegar skátamerkja er von; einnig í sambandi við aðra „útgáfu- daga“. í Bandaríkjunum eru þegar skráð 57 mismunandi skátaumslög, sem hafa verið gefin út í tilefni skátadags, skátaviku, skáta- móta og afmæla félaga og deilda. Við skulum nú bregða okkur til ársins 1962 og sjá hvað Skátablaðið segir um út- gáfu fyrsta íslenzka skátafrímerkisins: „Nú eru liðin um tvö ár frá því að skátarnir hófust handa um undirbúning aðstoðar við útgáfu skátafrímerkis, sem Póststjórnin gaf út í tilefni 50 ára afmælis skátahreyfingarinnar á íslandi. í hverju félagi var skipuð sérstök frí- merkjanefnd, er vann í sínu umdæmi að undirbúningi útgáfudagsins, hafði samband við pósthús og bréfhirðingarstaði, tók við pöntunum, valdi starfsfólk til álíminga og áritunar, gerði tillögur um útlit útgáfudags- umslaga fyrir félag sitt og sá um aðstoð við útburð skátabréfa. Aðalnefndin í Reykjavík sendi öllum er- lendum skátablöðum fréttir um frímerkja- útgáfuna, einnig öllum frímerkjablöðum og skátafrímerkjaklúbbum. Það vakti mikla athygli erlendis, er það fréttist að hægt væri að panta útgáfudags umslög frá pósthúsi, sem staðsett væri norð- an við heimskautsbaug, enda kom að því, að Akureyringar urðu að senda aðstoðar- menn til Grímseyjar. í Reykjavík var útgáfudagurinn mikill annadagur, jafnvel þó að skátarnir spöruðu fólki langar biðir í biðröðum með því að taka við pöntunum á umslögum, frímerkj- um áritunum og sjá um póststimplun og heimsendingar. Voru öll slík bréf merkt sérstökum stimpli „Skátapóstur". Má búast við að slík útgágubréf þyki safnbót mikil er stundir líða. Fyrsti skátapósturinn var snemma morg- uns sendur að Bessastöðum til Forsetans, sem er verndari íslenzkra skáta. Var það frímerkjaörk í skrautmöppu. Boðsending- una önnuðust félögin í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Frá Bessastöðum voru SKATABLAÐIÐ 29

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.