Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 24
*---------------------- MÓT í SUMAR: V---- ------------------ Landnemamót 1960 í Laugardal, Árnessýslu Qíðastliðið sumar hélt Landnemadeild S.F.R. skátamót i Hvannagjá á Þing- völlum. Mót þetta heppnaðist vel, en þar dvöldust milli 30 og 40 skátar úr S.F.R. Á laugardag var veður nokkuð gott, en þann dag hófst mótið, og var þá haldinn varð- eldur. Rétt í þann mund er honum var lok- ið og við ætluðum að fara að sofa, byrjaði að rigna og daginn eftir er við vöknuðum Stjórnendur landnemamótsins s.l. sumar; talið frd vinstri: Arnfinnur M. Jónsson, Jón Stefán Arnórsson, Þórður Adolfsson og Gylfi Þ. Magn- ússon. var enn ausandi rigning. Rigndi allan dag- inn eins og hellt væri úr fötu. Var því ekki annað að gera en að hýrast í tjöldunum. Þá kom okkur þegar í hug að halda annað Landnemamót næsta sumar og þá yrði veðrið að vera betra. Vorum við með hug- leiðingar um að halda fjögurra daga mót, en öðrum fannst það heldur miklir loft- kastalar. Nú hefur verið kosin undirbún- ingsnefnd, fengið leyfi stjórnar S.F.R. og undirbúningur hafinn af fullum krafti. Einn sunnudaginn fór undirbúningsnefnd- in austur í Laugardal og valdi þar mótsstað. Mótstíminn er dagana 18.—21. júní. Áætlaður þátttökufjöldi er unt 100 skátar víðs vegar af landinu. Dagskrána er þegar búið að semja í stórum dráttum. Þar er gert ráð fyrir einum eða tveim útileikjum, jafnvel næturleik en það fer auðvitað allt eftir veðri. Umhverfið er einkum vel fall- ið til skátamóts — en sjón er sögu ríkari, fjölmennum á Landnemamótið í Laugar- dal. Undirbúningsnefnd. ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA KVENSKÁTA Um þessar mundir er haldin 17. alþjóða- ráðstefna kvenskáta í Aþenu, Grikklandi. Lengi vel leit út fyrir að Island mundi ekki geta sent neinn fulltrúa á ráðstefnu í svo fjarlægu landi, en kostnaður við slíkt ferðalag er skiljanlega mikill. En með hjálp ýmissa velviljaðra aðila, m. a. Flugfélags Islands, hefur tekizt að kljúfa kostnaðinn. Fulltrúi Islands verður því frú Áslaug Friðriksson. Munum við biðja hana að skýra frá ferðalaginu í næsta blaði. 38 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.