Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 3

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 3
8.—10. TBL., XXVI. ARG. 1960 RITSTJORI: INGOLFUR örn blöndal Þegar Robert Baden Powell samdi skáta- kerfið, lög þess og heit, lét hann það ekki nægja að láta í skátalögin að skáti væri hjálpsamur, en einnig í skátaheitið. Hjálp- fýsi og hjálparkunnátta eru einkenni hins góða skáta. Fáa skáta hef ég þekkt, sem tekið hafa með meiri festu og alvöru þessa grein skátastarfsins en Jón Guðjónsson, sem nú er horfinn úr hópi lifenda. Jón var bor- inn bjargvættur. í skátafélagsskapnum fann hugsjón hans hljómgrunn. Þar voru drengir og stúlkur við hans skap. Strax á æskuárum tók hann forustuna í hjálpar- starfi. Þá var hann ungur skáti í Hafnar- firði. Sextán ára gamall stjórnaði hann fyrstu leitinni að horfnum manni. Síðar urðu þær margar, en hjálpfýsin og fórnar- lundin var jafn rík í hinni síðustu, sem í hinni fyrstu. í starfi mínu hjá Slysavarnarfélaginu og SKÁTABLAÐIÐ Hjálparsveit skáta í Reykjavík þurfti ég oft að leita liðsbónar. Kom mér þá oftast í hug Jón Guðjónsson, eftir að hann var farinn að láta til sín taka. Enda var þar liðsmann að finna, sem ekki hikaði við að láta í té orku og tíma öðrum til hjálpar. Fyrir þetta er ég Jóni Guðjónssyni innilega þakklátur. Jón Guðjónsson stofnaði Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Einnig tók hann mik- inn þátt í störfum Flugbjörgunarsveitarinn- ar í Reykjavík. Eiginkona Jóns er uppalin í skátahreyf- ingunni eins og hann var. Svo er og um börn þeirra. Oft hefur reynt á þolinmæði og dugnað eiginkonunnar þegar bóndinn var dögum saman fjarverandi við sjálfboða- liðsstörf í byggð eða óbyggð. Þessari fjöl- skyldu votta ég aðdáun mína, þakklæti og samúð. Jón Oddgeir Jónsson. 41

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.