Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 4

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 4
INGÓLFUR ÁRMANNSSON: SKÁTAFLOKKUKINN Hvað heitir flokkurinn? Hvernig er flokkshrópið? Hvernig eru einkenni flokksins? Hefur flokkurinn eitthvað út af fyrir sig, eitthvað sérstakt, sem er eingöngu tengt flokknum? Ef þið getið svarað þessum fjórum spurn- ingum jákvætt, þá eruð þið á réttri leið. En ef svörin verða á þá leið, að flokkur- inn heiti, t. d. 1. fl. 2. sv., flokkshróp eða flokkseinkenni sé ekkert eða neitt annað sérstætt fyrir flokkinn, þá þurfið þið að athuga ykkar gang. Það er ekki nóg fyrir ykkur að vera að- eins hluti af heild, ykkar flokkur á að vera ein af undirstöðunum, sem ykkar skáta- féfag er byggt á. En til þess að þið getið verið örugg undirstaða, þá verður flokkur- inn að vera samstæður og dugmikill. Við skulum taka dæmi um nokkuð af því, sem flokkur þarf að gera, til að geta kallast skátaflokkur. Fyrst er það nafnið. Um val á nafni þarf flokkurinn að hafa góða samstöðu og þá fyrst og fremst, til að halda nafninu á lofti, eftir að það hefur ver- ið ákveðið. Hafi t. d. verið valið nafnið Léttfetar, þá verðið þið að gera eitthvað, sem gefur nafninu gildi, því að annars verð- ið þið aldrei kallaðir annað en 1. fl. 2. sv. En hvað getið þið gert? Jú, fyrst er það einkenni flokksins. Þið verðið að gera veifu með einkenni flokksins, t. d. indíánahöfuð, og setja upp í sveitarherbergi ykkar. Útbúa ykkur veifu á göngustaf, sem þið hafið síðan ávallt með ykkur. Þá getið þið útbúið ykk- ur stimpil (t. d. úr gömlum gólfdúk) með einkenni flokksins, sem þið notið síðan til að merkja með öll skjöl flokksins. Einnig er hægt að útbúa hálsbönd með flokksein- kenninu og margt fleira. Þá er það flokkshrópið. í þessu tilfelli væri tilvalið að nota eitthvað Indíánahróp. En það er ekki nóg að eiga hróp, þið eigið líka að nota það við öll hentug tækifæri, á varðeldi, í leikjum, keppnum o. s. frv. Einnig getið þið haft sérstakan flokkssöng, hvort sem þið semjið hann, sem auðvitað er skemmtilegast, eða tileinkað ykkur einhvern ákveðinn söng. Næst komum við að fundargerðarbók- inni. Hver flokkur þarf að eiga myndar- lega fundargerðabók. Léttfetar gætu t. d. fengið sér tréspjöld, skorið út í þau flokks- einkennið o. fl. og útbúið læsingu á bók- ina, því að hún tilheyrir flokknum og eng- ir aðrir en flokksmeðlimir eiga að hafa að- gang að henni. Eða ef til vill vljið þið held- ur leðurspjöld og læsa með „slagbrandi"? En hvort sem þið notið tré- eða leðurspjöld, þá má ritarinn aldrei gleyma að skrifa í bókina, því að auk þess að vera skemmti- leg aflestrar, þá á fundargerðarbókin einnig að vera „samvizka“ flokksins, þ. e. a. s. þar eiga að vera allar ákvarðanir og samþykktir flokksins. Þá erum við búin að taka fyrir það, sem allir flokkar þurfa að hafa. Þá komum við að því sem ykkar flokkur hefur út af fyrir sig og eingöngu er tengt ykkur. Og þar hafið þið ótal möguleika. Til þess að koma ykkur á sporið ætla ég aðeins að nefna nokkra: Þið gætuð útbúið ykkur kistu eða einhvers konar skrín, skreytt eftir ykkar höfði og lokað síðan með jafnmörgum lás- 42 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.