Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 5
um og flokksmeðlimirnir eru og látið hvern meðlim hafa lykil að einum lás. Þá er tryggt að það er aðeins hægt að komast í kistuna, ef allir meðlimir flokksins eru við- staddir, en það hefur sína kosti. Eða hafið þið útbúið ykkur samsett „totem“, þar sem hver flokksmeðlimur á ákveðinn „kubb“ og sérhver nýr meðlimur bætir þá einum nýjum „kubb“ í viðbót? Viljið þið ef til vill heldur hafa það vörðu, þar sem hver meðlimur leggur til einn stein? En hafið þið fundið stað í nágrenninu, sem enginn veit um nema þið, þar sem þið gætuð hitzt á leynifundum? Þetta eru aðeins fáeinar ábendingar, en möguleikarnir eru ótæmandi fyrir ykkur, hvort sem þið heitið Léttfetar, Ernir, Fjól- ur, Dúfur eða eitthvað annað. Reynið það sem þið getið, til að gera flokkinn ykkar sterka undirstöðu í ykkar félagi og skapa þannig bæði flokknum og sveitinni ykkar góð lífsskilyrði. Ég get bent ykkur á, að nýlega hélt sænsk- ur skátaflokkur upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Því ættum við ekki að geta gert eins? Nú skora ég á ykkur að vinna svo að skipu- lagi og starfi flokks ykkar, að hann geti lifað eins lengi og lengur en þessi sænski skátaflokkur í höndum þeirra sem á eftir ykkur koma. En hvað sem þið gerið, þá munið að hafa það í anda skátaheitsins og skátalaganna og hafið hugföst orð B.-P.: „að það er mest undir ykkur sjálfum komið, hvað sveitin ykkar gerir.“ AUGLÝSINGAR Kommóða er til sölu hjá undirritaðri, sem er grænmáluð með fjórum skúffum. * Stúlka óskast í vist, sem kann að sjóða og passa börn. — Upplýsingar á Úlfagötu 2. 7. HEIMSMÓT REKKASKÁTA 1961-’62. Næsta heimsmóti Rekkaskáta hefur verið val- inn staður x Clifford park í Victoria-ríki í Ástraliu. Victoria-ríki er syðsta ríkið á megin- landi Ástralíu. Mótsstaðurinn er ekki langt frá borginni Melbourne. I-Iann er einkennandi fyrir ástralskt landslag. Þar er rnikið af runnum, og auk þess er staðurinn umkringdur fallegum fjöllum í fjarlægð. Hann liggur á bakka árinnar Yarra, þar sem skátunum mun gefast næg tæki- færi til að kæla sig í hitanum, sem ekki er svo lítill í þessum hluta heims. Mótið er haldið í desember-mánuði 1961 og lýkur í janúar 1962. Þetta er í fyrsta skipti, sem eitt af stærstu skátamótunum er haldið í suður- álfunni. Áætlanir eru allar vel á veg komnar og er reynt að gera skátunum kleift að sjá eins mikið og mögulegt er af þessu fallega landi. Staðurinn mun vera paradís fyrir Ijósmyndara og áhuga- menn um náttúrufræði og dýralíf. Siglt verður á seglbátum, heimsóttir merkisstaðir, verksmiðj- ur og annað markvert. Ástralíuskátar bjóða íslenzka skáta sem aðra velkomna til Ásralíu og láta í ljósi óskir sínar um, að mótið gefi ný tækifæri til aukins sam- starfs og vináttu. KYIKMYNDIR Á skrifstofu B.Í.S. eru oft á ferðinni skáta- kvikmyndir ýmis konar. Ættu félögin að nota sér þær. — Skrifið eða hringið á skrifstofu B.Í.S. og kynnið ykkur málið. SKATABLAÐID 43

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.