Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 10
Vatnsdalur IQÓO Nú vakir sumar um vík og tanga, í Vatnsdalshólum fjólan grcer. og blærinn strýkur svo blítt um vanga, í brjóstum okkar gleðin hlar. rYRSTA til þriðja júlí síðast- liðinn hljómaði þessi texti „inn milli hólanna", því að þá . stóð yfir mót norlenzkra skáta í Vatnsdalshólum. Voru það skátafélögin á Blönduósi og Skagaströnd, sem fyrir því stóðu. Þriðjudaginn 28. júní iögðu nokkrir for- ingjar úr báðum fyrrnefndum félögum af stað í Vatnsdaishóla. Slógu þeir upp tjöld- um og höfðust þar við næstu daga. Helzta viðfangsefni þeirra var að undirbúa mót það, sem í vændum var. Unnu þeir að ýmsum framkvæmdum, eins og t. d. falibrú einni mikilli, sem tengja átti saman tjald- búðasvæðin sunnan og norðan Þórdísarlækj- arins. Milli þess sem unnið var að undirbúningi mótsins var fundið upp á ýmsu sér til gam- ans og á kvöldin voru varðeldar. En tím- fyrsta, sem við gerðum, þegar þessu var af- lokið, var að skipa honum að setjast við og læra rækilega í eitt skipti fyrir öll að nota kort og áttavita. Og svo ætlum við að láta hann ganga undir strangt próf í þessum fræðum — að næturlagi. En samt verður áreiðanlega langt þangað til við treystum honum aftur sem feiðsögumanni. Og Vepjuflokkurinn segir nú söguna af þessum atburði, hvar sem hann kemur. Eysteinn Sigurðsson sneri úr dönsku. inn fram að mótsetningu styttist óðum og þá varð allt að vera tilbúið. Um hádegi á föstudeginum 1. júlí var svo undirbúningi að mestu lokið. Eftir hádegið fóru fyrstu mótsgestirnir að láta sjá sig og um fimm- leytið voru fiestallir komnir, nema Akur- eyringar, en ekki var búizt við þeim, fyrr en seint um kvöldið eða nóttina með næt- urvagninum. Klukkan átta voru allir búnir að koma sér fyrir og þá var mótið sett með hátíð- legri athöfn. Var fylkt liði sitt hvoru megin lækjarins og síðan hófst setningin á því, að fallbrúin var felld niður, tif merkis um þá brú vináttu og samstarfs, sem tengja ætti milli okkar, meðan þetta mót stæði yfir. Þá komu Ingimundur gamli og Þórdís, dótt- ir hans, gengu út á brúna, og fluttu þaðan ávörp til skátanna. Sögðu þau mótið sett og báðu skátana að hefja mótið með því að fara með heit sitt. Er það hafði verið gert, var sungið „ísland ögrum skorið", og þar með var setningunni lokið. Klukkan níu hófst svo varðeldur og var þar mikið sungið og margt til gamans gert. í lok varðeldsins voru gerð heyrinkunn einkunnarorð mótsins, en þau voru: „Það er ekkert ómögulegt. Það sem er erfitt ger- um við strax, en það sem er ómögulegt tekur aðeins lengri tíma“. Eftir varðeld var síðan kvöldhressing. Á laugardaginn var farið á fætur klukkan 7.30. Um nóttina hafði bætzt við dálítill hópur frá Akureyri og von var á fleirum seinna um daginn. Voru þátttakendur þá orðnir alls um 110 frá 5 félögum. Eftir 48 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.