Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 12
fánahyllingu og tjaldskoðun hófst síðan keppni. Var þá minnst einkunnarorða móts- ins og í þeim anda ákveðið að láta telja og kortleggja Vatnsdalshólana, en þeir hafa, eins og flestir vita, verið álitnir eitt af þrennu, sem væri óteljandi hér á landi. Talningin fór þannig fram, að skátunum var skipt í 15 flokka og fékk liver flokkur ákveðið svæði að telja á, og átti hann einn- ig að gera eins nákvæmt kort af svæðinu og hann gæti. Voru veitt verðlaun fyrir bezta kortið. Niðurstaða talningar varð sú, að hólarnir reyndust „aðeins 1120, og þar af voru 5 vafaatriði, livort ætti að telja einn eða tvo hóla. Seinnipart dagsins var svo leikur. Var skipt í tvö lið, Sæfara og Landkrabba, og var aðalinntak leiksins, að Sæfararnir áttu að koma nokkrum sendingum úr virki inn í landi og í virki, sem var um 300 m úti í vatninu, en Landkrabbarnir áttu að varna því. Það skal tekið fram, að vatnið er yfir- leitt ekki meira en hnédjúpt. Hlutu ýmsir „smáskvettur" í viðureign þessari, sem lauk með sigri Landkrabba. Um kvöldið var aðalvarðeldur mótsins og auk skátanna voru nokkrir gestir viðstaddir. Rétt eftir að varðeldi lauk, kom skátahöfð- ingi íslands, Jónas B. Jónsson, í heimsókn. Kom hann beint úr Botnsdal og hafði með- ferðis staf nokkurn, sem var kveðja frá skát- um í Botnsdal til skátanna í Vatnsdalshól- um. Afhenti skátahöfðingi stafinn þá um kvöldið með nokkrum orðum. Á sunnudaginn var farið á fætur kl. 8. Við fánahyllingu flutti skátahöfðingi skát- unum nokkur hvatningarorð, og minnti þá sérstaklega á 50 ára afmæli íslenzkrar skáta- hreyfingar 1962 og hvatti þá til að hefja strax undirbúning undir það. Eftir tjaldskoðun var síðan frjálst fram að mat. Samkvæmt dagskránni átti að slíta mótinu kl. 5, en þar sem svo stóð á, að all- margir skátanna þurftu að ná í bifreið kl. 2.30, þá var ákveðið að slíta mótinu kl. 2. Fóru slitin fram með svipuðu sniði og setn- ingin. Meðan á mótinu stóð kom út fjöl- ritað blað, „Húnboran", alls 30 síður. Til marks um, að mótinu væri lokið, var fallbrúnni að lokum lyft upp. En þótt þann- ig hafi verið rofin þau tengsl, sem brúin veitti, þá vonum við, að þau tengsl vináttu og bræðralags, sem bundin voru á þessu móti, verði ekki rofin, heldur aukin og efld með meira og fjölbreyttara skátastarfi í framtíðinni. KVIKMYND UM BADEN POWELL. Um nokkurn tíma hafa verið uppi ráðagerðir um það að gera kvikmynd um ævi B.P. Verkið var komið svo langt á leið að fenginn hafði verið til að stjórna kvikmyndagerðinni Cecil DeMille, einn sá frægasti á sínu sviði. Þegar verkið var nýhafið lézt DeMille. Þær fréttir ahfa nú borizt, að nýlokið sé við handritið og fenginn hafi verið til að leika aðalhlutverkið, þ. e. Baden Powell sjálfan, kvikmyndaleikarinn David Niven. Skátar um allan heim bíða þess nú með of- væni að sjá þessa merku mynd. ERLEND SKÁTAMÓT. írskir kvenskátar bjóða íslenzkum kvenskátum á skátamót í Irlandi, sem haldið verður dagana 19.—26. júlí 1961. Boðið er fjórum skátastúlkum á aldrinum 15—18 ára og einum fararstjóra. Eft- ir mótið er þátttakendum boðið að dveljast vikutíma á heimilum skátastúlkna í írlandi. Kostnaður við ferðalagið, auk ferðanna til og frá Irlandi, er £ 4 í mótsgjald. Þátttaka þarf að tilkynnast til skrifstofu B.Í.S. hið fyrsta. Finnskir kvenskátar bjóða fimm íslenzkum skátastúlkum á aldrinum 15—22 ára og einum fararstjóra á skátamót, sem haldið verður í Finnlandi dagana 25. júlí—4. ágúst 1961. Eftir mótið er þeim einnig boðið að dveljast viku- tíma á heimilum finnskra skátastúlkna. Móts- gjald er £ 4-10-0 og stúlkurnar þurfa að borga ferðakostnað. 50 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.