Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6
aðu honum. í öðru lagi: Elskaðu náunga þinn og gerðu honum gott.“ — A jólunum munum við þetta sérstaklega vel. Þá þykir sjálfsagt og eðlilegt að gleðja aðra með gjöfum, kveðjum, brosi og hlýyrðum. Það veeri dásamlegt, ef andi jólanna gceti ríkt allt árið; það mœtti sleppa dýrum gjöfum, en láta brosin, hlýyrðin og daglega smágreiða halda sér. Þá myndum við endurvarpa jólaljósmu og stuðla að þvi, að það celti rikari þátt i lifi fjölda manns. Við skulum tendra jólaljósin okkar með þeim góða ásetningi, að þau, þó lítil séu, verði endurskin af Ijósi Krists, og við skulum biðja þess, að þau megi bera gcefu til þess að lifa og loga sjálfum okkur og öðrum til blessunar. GLEÐILEG OG GÆFURÍK JÓL. HREFNA TYNES. FRÁ RITSTJÓRA Um leið og ég læt af ritstjórn Skátablaðsins og njr maður teknr við því starfi, langar mig að gera nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi vil ég þakka þeim mörgu, sem vitt hafa mér aðstoð í ritstjórn- arstarfinu. Auðvitað er ekki hægt að telja þá alla upp, en þó vil ég geta Jóns Oddgeirs Jónssonar, sem alltaf virðist hafa tíma aflögu þó illa standi á. Af kvenskátunum eru það einkum þær Hrefna Tynes og „Sússa“ í Skátabúðinni, sem alltaf hafa verið reiðubúnar að fórna tíma fyrir blaðið. Annað atriði, heldur óskemmtilegra, er einnig vert að minnast á. Útgáfa Skátablaðsins hefur verið sígilt umræðuefni á öllum skátaþingum, svo langt sem ég man. Blaðið hefur barizt í bökkum, oft komið óreglulega út, og áskrif- endur verið fáir. Reynd hafa verið hin ólíkustu ráð til úrbóta, en fæst dugað. Að útgáfan hafi batnað, sem ég vona að við séum sammála um, er vissulega ekki vaxandi áhuga skátaforingjanna að þakka. Það, að blaðið skuli geta kom- ið reglulega út, er að þakka greiðvikni auglýsenda og styrk hins opinbera. Áskriftir heimtast jafn erfiðlega sem áður, aðallega utan af landi, þrátt fyrir áminningar, munnlegar og bréflegar, og póstkröfusendingar. Ef gera á Skátablaðið að því tímariti, sem það vissulega gæti og ætti að vera, þá er það mín skoðun, að félagagjald skátafélaganna verði hækkað um 10 eða 15 krónur, og því fé varið til útgáfunnar. Þá gætu allir skátar á land- inu fengið blaðið ókeypis, og reksturinn yrði mun tryggari. Þetta tel ég eina úrræðið. Að síðustu óska ég Skátablaðinu vaxandi gengis í framtíðinni. INGÓLFUR ÖRN BLÖNDAL. 62 skÁtablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.