Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 9
því, að lierra Manston sagði, að tilboðið stæði aðeins til klukkan tvö?“ „Já, það,“ sagði faðir hans hlæjandi og leit á klukkuna. „Það er nægur tími eftir. Ég ætla að fá mér bita að borða, og svo fer ég ...“ Dain leið betur. Hann logaði upp að inn- an bara við tilhugsunina um byssuna. Það var verst með öklann, annars hefði hann getað farið í fyrstu veiðiferðina út í mýrarn- ar næsta morgun, á jóladaginn. En það varð að hafa það, læknirinn hafði sagt, að hann myndi geta farið að ganga strax upp úr ný- árinu. Hann brosti við tilhugsuninni um að ganga niður eftir þorpsgötunni með tví- hleypuna undir hendinni. Það myndi verða gaman niðri á mýrun- um. Hann þekkti ströndina út og inn, og fáir þekktu hátterni villiandarinnar eins vel og hann. Hann kom aftur til sjálf sín, þegar hann heyrði föður sinn tala til sín. „Skildi mamma þín nokkurn mat eftir?“ „Já, pabbi, það er kjöt í ofninum og kartöflurnar eru heitar . . . og mamma sagði, að það væri ostur og smjör í skápnum." „Ég hugsa, að hún korni ekki heim fyrr en í kvöld,“ sagði herra Henshaw um leið og hann tók kjötið út úr ofninum, „það er einhver skemmtun fyrir gamla fólkið á spítalanum í dag .. Dain gat ekki að því gert, að hann hafði ekki ntikla matarlyst. Hugur hans var ein- göngu bundinn við byssuna. Hann leit á klukkuna. Fimmtán mínútur í eitt. Eftir klukkutíma og fimmtán mínútur ætti hann byssuna... eða jafnvel fyrr, því að það tæki pabba ekki allan þann tíma að hjóla til herra Manstons og heim aftur. Samt sem áður gat hann ekki að því gert að óska, að pabbi væri ekki svona rólegur yfir máltíðinni. Hann var áreiðanlega ekki alltaf svona lengi að lesa blaðið ... Dain reyndi að borða, en honum fannst kjötið og kartöflurnar ekki vilja niður um kverkarnar. Hann hreyfði sig óþolinmóður en greip andann á lofti, þegar öklinn kvaldi hann. Til þess að reyna að gleyma byssunni, fór hann að skoða jólaskreytingarnar. Pabbi hafði unnið gott verk, þar senr hann hafði fest sígrænu vafningsviðarflétturnar upp á veggina, og litla jólatréð, sem stóð uppi á saumavélinni i horninu, glitraði skínandi í birtunni frá eldinum. Það myndu koma margir gestir á morgun .. . og Fred frændi myndi hafa mikinn áhuga fyrir byssunni. . . „Ég sé hérna, að þeir eru búnir að fresta þinginu," tautaði herra Henshaw um leið og hann stakk upp í sig stórum kjötbita. Dain reyndi að yfirbuga óþolinmæði sína. klukkan tifaði áfram. Allt í einu tók hann eftir því, að hún var orðin eitt. „Hvað er að, drengur minn,“ spurði herra Henshaw og kveikti sér í pípu. „Er öklinn að angra þig?“ „Nei, það er ekkert, pabbi,“ sagði Dain og leit á klukkuna. Herra Henshaw brosti og skildi, hvað um var að vera. „Þú ætlar ekki að gefa mér frið,“ sagði hann ýtti undan sér stólnum og stóð upp. „Mér sýnist, að þú verðir ekki ánægður fyrr en þú sérð mig leggja af stað til herra Manstons, eða er það?“ Dain brosti feimnislega. Þegar herra Henshaw var orðinn ánægður með pípu sína, teygði liann sig eftir spari- bauknum á arinhillunni. En þá lieyrðist dauft en þó skýrt hljóð neðan úr bænum. Við það snarstanzaði herra Henshaw og stóð grafkyrr með hendina útrétta. Hann sneri sér við og leit alvarlega á Dain. „Það er báturinn,“ sagði hann. „Já, það er björgunarbáturinn," sagði SKATABLAÐIÐ 65

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.