Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 10
Dain og honum fannst sem eitthvað brysti innra með sér. Örstutta stund horfði herra Henshaw á son sinn. Hann vissi, hvaða hugsanir runnu gegnum huga Dains. „Ég verð víst að fara, drengur minn,“ sagði maðurinn. „Auðvitað,“ sagði Dain og horfði inn í eldinn. „Þú getur ekki iátið björgunarbát- inn fara út án þín.“ Honum lá við að falfa saman í vonieysi. „Ef tii vill er þetta ekkert alvarlegt,“ sagði herra Henshaw um leið og hann fór í hlífðarfötin. „Eða bara æfing. Ef það er þannig, læt ég bátsstjórann sleppa mér . ..“ Þeir heyrðu fótatak manns, sem hraðaði sér niður eftir götunni, og síðan var barið á dyrnar. „Heyrðirðu kallið, Joe?“ hrópaði einhver úti fyrir. „Það er togari strandaður úti á Thurlow klettum.“ „Ég er að koma, Dan,“ hrópaði herra Henshaw. „Ég næ þér.“ Fullur örvæntingar sá Dain föður sinn hverfa út og niður götuna. Núna var ekki nokkur von. Ekki minnsti möguleiki. Tíu mínútur yfir eitt.. . Bara að þetta hefði átt sér stað klukkustundu síðar. En hvað óheppnin lagði hann í einelti. í örvæntingu sinni teygði hann sig út í gluggann til að sjá út, en gætti sín ekki, svo að hann sárkenndi til í fætinum. Af hverju þurfti þetta endilega að eiga sér stað ein- mitt núna? Auðvitað vissi hann, að það, sem hann langaði svo mikið til, var þýðingar- lítið samanborið við líf og öryggi mann- anna úti á togaranum, sem björgunarbátur- inn hafði farið út til að aðstoða. En samt, hvers vegna einmitt núna? Það var engin von lengur, og hann and- varpaði þunglega. Meðan klukkan tifaði áfram, sat hann og starði inn í eldinn. Þessi klukkubjálfi flýtti sér svo áfram, að hann hélt, að hún skildi, hvað væri á seiði. Hún taldi mínúturnar og stundarfjórðungana miskunnarlaust áfram, rétt eins og hún væri að leggja sig fram við að gera honum gramt í geði. Honum fannst vindurinn líka vera að reyna að gera sér gramt í geði, þar sem hann ýlfraði með tvöföldum krafti um- hverfis skorsteinana. Það myndi vera illt í sjóinn núna, hugsaði Dain. Hann heyrði fyrir sér brimgnýinn í fjörunni neðan við þorpið. Og úti á flóanum myndu hvítir öldufaldarnir rísa hátt upp yfir litlu bát- skelina. Það rökkvaði í herberginu. í eldstæðinu var aðeins eftir dauf glóð. Dain staulaðist með erfiðismunum yfir gólfið og bætti kol- um á eldinn. Ef hann bara hefði ekki verið að brjóta á sér öklann. Þá hefði þetta allt verið svo einfalt.. . Gat hann samt ekki reynt? Hann reyndi að staulast í átt til dyranna, en varð að stanza með sársaukastunu á vörunum, því að öklinn kvaldi hann svo óbærilega. Ef mamma bara hefði ekki verið að vinna á spítalanum, þá hefði hún getað farið . .. Hvers vegna hafði hann ekki fengið ein- hvern annan til að fara með peningana til herra Manstons? Frú Frere í næsta húsi hefði áreiðanlega gert það fyrir hann. Gat hann kallað út til hennar og beðið hana að koma til sín? En þá sló klukkan aftur, eitt, tvö. Dain sökk niður í stólinn. Það var orðið of seint. Jack Grimes hafði sagt honum, að herra Manston hefði lofað að hringja í föður sinn, ef herra Henshaw hefði ekki komið á tilteknum tíma ... Dain skalf af gremju. Hann hefði mátt vita það, að eitthvað rnyndi hindra hann í að eignast byssuna. Þetta var of gott til að geta verið satt. Þegar hann horfði þung- búinn á svip yfir rökkvaða götuna, yfir til 66 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.