Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 14
SKATABUÐIN ITT er það starf innan skáta- hreyfingarinnar, sem hljótt hefur verið um í Skátablaðinu, en það er starfræksla Skáta- búðarinnar. Eflaust gæti það orðið fróðleg grein, ef ritað yrði um sögu búðarinnar, en það er nú ekki ætlunin í þetta sinn. Hitt er fremur tilgangurinn, að vekja at- hygii á Skátabúðinni eins og hún er í dag, og síðan nokkrar hugleiðingar um fram- tíðina. Allir, sem til þekkja, munu sammála um það, að rekstur Skátabúðarinnar sé ólíkt betri nú en áður var. Tíðum var deilt á Skátabúðina og rætt um að hún sinnti ekki þörfum skátanna sem skyldi. Vissulega var þetta rétt, og ef til vill ekki svo mjög merki- legt, þar eð til afgreiðslustarfa valdist einatt ungt fólk og óreynt, en aðra stjórn önnuð- ust menn í sjálfboðaliðsvinnu. Þá rann upp sá hamingjudagur Skáta- búðarinnar, er Sigþrúður Guðbjartsdóttir var ráðin til að annast hana. Var þá tekið til hendinni svo um munaði. „Sússa“, eins og við köllum hana, er fæddur verzlunarmað- ur og kann til verkanna, enda dugðu engin vettlingatök. Síðan hefur búðin tekið Sússa og Hanna. stakkaskiptum undir hennar umsjá, og er nú orðið arðbært fyrirtæki. Skátar geta nú aflað sér þar flestra sinna nauðsynja, og auk þess eru á boðstólum ýmsar vörur aðr- ar og „Sússa selur allt“. En betur má ef duga skal. Ekki er nóg að rnenn geti sagt: „Þetta er munur frá því sem var“, eða „Nú er þó gróði, áður var tap“. Nei, við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar. Þær eru m. a.: að skátar verða enn að fara í aðrar búðir, jregar t. d. er um að ræða kaup á hinum dýrari vör- um, t. d. tjöldum, pottum og prímusum. Það er ekki nóg að til sé eitt tjald, ein gerð potta eða prímusa. Þetta stafar e. t. v. af því, að búðin er þess enn ekki rnegnug að hafa á boðstólum úrval af dýrari vörurn. En hins vegar verður þá að gera ráðstafan- ir til að afla alls þess nauðsynlega, sem skátar kunna að þurfa á að halda í starfi sínu, jafnt innan húss sem utan. Og munið það, skátar, sem lesið þessa grein, að ef þið þurfið að verzla, og þá sérstaklega ef þið búizt til að fara í úti- legur, þá verzlið í Skátabúðinni. Þar með leggið þið til ykkar skerf til þess að búðin vaxi og eflist og hafi brátt á boðstólum alla þá hluti sem skáta kann að girnast. Þá getið þið farið þangað með listann, sem foringinn lætur ykkur hafa yfir nauð- synlegan útbúnað, og allt fæst í Skátabúð- inni: áttavitinn, flögg, snæri, hnífar, vasa- ljós, tjöld, bakpokar, hælar, teppi, flautur, hlífðarföt og þannig mætti lengi telja. Ef til vill mundu verða opnuð útibú, bæði hér í bæ, og þó sérstaklega úti á landi, og allir, ekki aðeins skátar, mundu verzla þar sem úrvalið væri vandaðast og bezt. 70 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.