Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 17
voru þar miklu fleiri foringjar en í venju- legurn útilegum. Skátarnir voru látnir fást við ýmis konar skátastörf og var alveg ötrú- legt að sjá hve miklu sumar telpnanna gátu áorkað. í öðru lagi eru svo hinir svokölluðu ,,brevspejdere“, en skátastarf þeirra er aðal- lega fólgið í bréfaskriftum. Einu sinni í mánuði halda sveitarforingjar þeirra ásamt 4 flokksforingjum fund og skrifa bréf til sveitarmeðlimanna og senda þeim einstak- ar greinar skátaprófanna og ýmislegt í sam- bandi við það, og skátarnir senda svo bréf og segja frá því, hvernig þeim hafi gengið, senda fyrirspurnir o. s. frv. Einu sinni á ári er svo útilega og þá kernur sveitin saman ásarnt foringjum og dvelur saman eina viku. Þá fá skátarnir tækifæri til að reyna það, sem þeir hafa lesið um. Skátastarf með „handicapped“ skátum er mjög líkt alls staðar á Norðurlöndum. Tal- ið er að ekki sé heppilegt að börnin taki þátt í því fyrr en þau hafa náð að minnsta kosti ellefu ára aldri, og að leggja beri áherzlu á að kenna prófin verklega, þar sem því verður við komið. Dagferðir eru taldar heppilegri en lengri ferðir, enda krefjast slíkar ferðir ótrúlega mikils undir- búnings sérmenntaðs fólks. I sambandi við þessar umræður voru sýndar kvikmyndir af „handicapped" fólki að starfi og leik. Ein kvikmynclin var sér- lega athyglisverð. Hún var frá Noregi og sýndi norska skátasveit, sem var að leggja af stað í 8 daga útilegu. Sveitarmeðlimir voru allir af spítala, og allflestir rúmliggj- andi, og var þeim ekið í sjúkrabifreið til mótsstaðarins. Hjúkrunarkona var með í förinni, og klæddist hún skátabúningi. Einn þessara 7 daga fórum við í langt ferðalag og skoðuðum þá Hróarskeldu og hina fornfrægu dómkirkju, sem við staðinn er kennd, og síðast en ekki sízt geysistóran spítala fyrir flogaveikt fólk, sem heitir „Filadelfia kolonien". Hann er í fjölmörg- um byggingum; fyrir utan sjúkrastofur voru þar t. d. dagstofur, borðsalir, vinnusalir fyrir tómstundavinnu og leikfimishús. Ein álman var aðeins fyrir börn, því þarna var fólk á öllum aldri. Yíirleitt var þetta námskeið ntjög skemmtilegt og fræðandi og þessi vika á „Vintre M0lle“ verður okkur ávallt ógleym- anleg. Reykjavík, 3. nóvember 1960, Elisabet Þórðardóttir. 40 ára afmæli Gamli Lækjarbotnaskálinn, sem myndin er af, átti merkisafmæli nú fyrir skömmu. Hann varð 40 ára gamall. Verður þess væntanlega minnst nánar í næsta tölublaði. SKÁTASTÓRHÝSI Nýlega hefur verið lagður hornsteinn að stórri byggingu í London á Englandi, sem reisa á til minningar um Baden-Powell. Bygging þessi sem á að verða geysistór, verður m. a. reist fyr- ir samskotafé allra skátabandalaga í heiminum. Þarna munu hafa aðsetur hinar ýmsu skáta- skrifstofur, skátaverzlun, minjasafn Baden-Po- wells o. m. fl. SKATABLAÐIÐ 73

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.