Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 22
THORLEIF SÆTHER: Afturgengna elgdýrið SAGA FRÁ NOREGI r fjallinu var haustið við völd. Ásana og hæðirnar bar greinilega við hálf- myrkan kvöldhimininn, og inn á rnilli trjástofnanna söng vindurinn hráslaga- legan haustsöng sinn og þaut síðan niður eftir hlíðaslökkunum, þungbúinn og drungalegur. — Já, í kvöld var norðanvind- urinn svo sannarlega í essinu sínu, — hann hafði sett upp haustsvipinn. Fíngerðu greni- trén í Málmdal hneigðu sig kurteislega fyr- ir furunum og buðu þeim upp í dans, og í kvöld létu fururnar ekki aldeilis standa á sér. Fljótlega sveifluðust öll tré skógarins í fjörugum dansi við undirleik norðanvinds- ins. En inni við Svörtutjörn var ekki dansað. Trén, sem þar bjuggu, höfðu fyrir löngu lagt dansskóna á hilluna. Þau stóðu, gömul og gránuð, með stirðar og brotgjarnar grein- ar og hlustuðu á tónlistina. Axirnar og vetr- arstormarnir höfðu þegar fellt flest þeirra. En ennþá voru þó niður við ströndina nokkur gömul tré — fjögur til fimm hundr- uð ára —, sem þrjózkuðust við að láta und- an tönn tírnans. Af og til reyndu þau að taka undir sönginn með fölskum og hjá- róma röddum, svo að enn voru þau ber- sýnilega ung í anda. En raddir þeirra yfir- gnæfðu ekki gnauðið í vindinum, og gömlu trén fundu sárt til þess, að þau voru ekki lengur ung. . . Og unga og lífsglaða dverg- björkin grét. Flún hafði orðið fyrir sorg, — ástarsorg. Sumarið hafði svikið hana. Hún felldi visin hjartablöð sín niður í lyngið eins og eldrauða blóðdropa, og fannst sem öllum unaði lífsins væri lokið .. . Inn yfir haustgráa mýraflákana, fram hjá Bersatjörn og áfram yfir ávala skógarásana, kom gangandi maður. Það var Knútur frá Bjarnardal, hinn nafntogaði veiðimaður, sem var þekktur um allar næstliggjandi sóknir fyrir allan þann fjölda af björnum og elgsdýrum, sem hann hafði lagt að velli. Hann var klæddur veiðibúningnum, sem veiðimenn margra undangenginna manns- aldra höfðu borið: grárri vaðmálshempu með eirgrænum tinhnöppum, stórurn og grófgerðum heimasaumuðum skóm og elgs- skinnsbuxum með breiðu belti. Við beltið hékk stór veiðihnífur í látúnsslíðri, og á höfðinu bar hann þykka skinnhúfu. í vinstri hendinni hélt hann á malpoka sín- um, en sú hægri hélt fast um byssuna. Grannur og fótnettur gekk hann léttilega yfir blaut mýradrögin, — stökk fóthvatur rnilli þúfnanna yfir fenin, sem dúuðu und- ir fæti. Andlitið var útitekið og veðrað af bítandi kulda og steikjandi sól fjallsins. Áralöng útivera hafði sett greinileg merki sín á hann, andlitsdrættir hans voru harðir, — þeir voru eins og mótaðir eftir hinni lrörðu og óblíðu náttúru fjallanna... Á undan honum hljóp digur og stríhærður hundur með tunguna lafandi út úr skolt- 78 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.