Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 23
inum. Brúngrár hundsfeldurinn rann næst- um saman í eitt við mýrarrauðuna og vis- inn torfmosann. Þeir hröðuðu báðir ferð sinni, — maðurinn og hundurinn, — þeir voru ákafir núna, — þeir voru að leita að elgnum... Þegar þeir komu upp á Austurásinn, þar sem góð útsýn var yfir nágrennið, stanzaði Knútur og færði gömlu, þungu byssuna yfir á hina öxlina. Hann hrópaði eitthvað til hundsins, sem stanzaði strax. Síðan stóð hann langa stund grafkyrr, — hlustaði og litaðist um með öll sín skynfæri spennt. Þannig stóðu þeir báðir félagarnir, eins og þeir væru höggnir í stein, rneðan síðustu geislar haustsólarinnar læddust yfir himin- inn. Grafarþögn ríkti, Knútur heyrði óljóst bylgjuskvampið frá Svörtutjörn, sem barst til hans úr fjarlægð. Og einhvers staðar í nágrenninu var lómur, sem sendi skerandi neyðaróp sín út í hið tæra og hljóðbæra kvöldloft. „Hann er frekar hóflátur í kvöld, lómur- inn,“ tautaði Knútur, „þá verður líklegast gott veiðiveður." Hann fór nú að troða í pípu sína, kveikti á eldspýtu og fékk glóð. Skakki og tannlausi munnurinn hans japl- aði á munnstykkinu og sogaði það í ákafa, — opnaðist síðan með smá smellum og sendi gráblá og ilmandi reykský út í loftið. Skýin kringum vesturfjöllin voru eldrauð af sólarlaginu, og kvöldgolan var mild og hæg. — — Þá skyndilega skeði eitthvað, — Knútur kipptist við, — hann heyrði elgsdýr rymja í átt frá Svörtutjörn . . . Hundurinn rauk upp og þaut af stað, — fljótlega hvarf hann inn á milli runnanna. Knútur tróð pípunni í vasann án þess að hirða um að slá úr henni og hljóp á eftir honum. Veiði- gleðin og hugsunin um fólkið heima höfðu náð tökum á honum. Það var hart í ári og víða svarf neyðin svo að, að fátækt fólkið svalt heilu hungri. En nú skyldi sultinum þó að minnsta kosti vera lokið í Bjarnar- dal... Gelt frá hundinum gaf til kynna, að hann hafi komizt í tæri við dýrið, og Knút- ur herti ferðina. Blóðið þaut fram í vanga hans, þegar hann tróð sér gegnum þéttvaxið kjarrið. Eftir skamma hríð kom hann inn í lítinn furuskóg, þar sem mjúkur rnosi óx milli trjánna og léttara var að komast áfram. Skógurinn varð þéttari og kvöldsólin náði ekki lengur að skína milli trjánna, — hér var dimmt og svalt undir greinunum. En skyndilega kom hann inn í lítið rjóður í skóginum, og í því miðju stóð stór og hnarreist elgskýr.. . Með æðisgengnum áhlaupum reyndi hún að verja lítinn kálf sinn fyrir árásum hundsins. Átti hann að skjóta? — Fela vesalings litla kálfinn á vald óbyggðanna harðra og óvæginna? Knútur hikaði, — hann var þeg- ar búinn að miða byssunni, en lét hana síga. Horfði ekki kýrin svo undarlega á hann? — Var ekki eitthvað biðjandi í ang- istarfullu augnaráði hennar? Hann fann SKATABLAÐIÐ 79

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.