Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 29

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 29
Fréttaljíéf frá Akranesi Akranesi, 1. nóvember 1960. Foringjanámskeið. í síðustu viku októbermánaðar var hald- ið foringjanámskeið á Akranesi. Sóttu það 34 skátaforingjar. Á námskeiðinu var m. a. tekið fyrir: flokkakerfið, dagferðir og útilíf, söfnun og tómstundavinna, skátabúningur- inn, einkennismerki og litaskipting, skáta- prófin, leikir, hnútar og tóvinna, fáninn, sveitarráð og foringjaflokkar, skátalög og loforð, kjörorð skáta o. fl. Einnig þurftu skátarnir að leysa ýmis verkefni, sem þeim var fengið í hendur og á hverju kvöldi var smá kvöldvaka, þar sem ýms skemmtiatriði komu fram, nýjar byrjunar og loka-athafnir og hverju kvöldi lauk með nokkrum vel völdum orðum foringjans. Síðasta kvöldið var sýnd kvikmyndin „Senior Scouting" (störf eldri skáta) og einnig fór fram sýning á innlendum og erlendum skátabókum og blöðum. Það kvöld sýndi og félagsforingi teikningar af hinu nýja stórhýsi, sem félag- ið er nú að hefja byggingu á. Er það við- bótarbygging við gamla húsið og verða í því 7 sveitarherbergi, lítill salur, W.C., mið- stöð og geymsla. Lúðvík Jónsson sá um undirbúning og stjórnaði foringjanámskeiðinu, en auk hans kenndu: Páll Gíslason, Þorvaldur Þorvalds- son, Bragi Þórðarson, Eiður Einarsson og Jón Ben. Ásmundsson. Með skátakveðju, H ’59. SKRtTLA „Andið djúpt að yður og segið þrisvar sinn- um 33 .. .“ „99, læknir.“ * „]œja vinir, nú förum við inn i dimman skóg. Þið verðið nu varla hrœddir, vona ég.“ skÁtablaðið 85

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.