Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 30

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 30
ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR: „Grikklandsferð^ Framhald úr síðasta blaði. N ú voru lesnar upp þær þjóðir, sem áttu fulltrúa þarna og reyndust þær 43. Af 31 þjóð, sem hafa full réttindi, reyndist það tveim þjóð- um ofviða að senda fulltrúa, Columbíu og Haiti. Átta þjóðir af 13, sem ekki hafa full réttindi, sendu fulltrúa og eftirtaldar 6 þjóðir: Ghana, Monaco, Malaya, Peru, E1 Salvador og Ivongo sendu áheyrnarfulltrúa með ósk um að gerast nýliðar, sent þeim var veitt eftir að erind- reki úr alþjóðastjórninni hafði gefið skýrslur um skátastörf þeirra. Alls voru samankomnar þarna um 170 kven- skátar, þar með talin alþjóðastjórn, fulltrúar, ýmsar nefndir og starfsfólk alþjóðaskrifstofunn- ar í London. Auk þess voru stundum boðs- gestir frá ýmsum bandalagsstjórnum, sem vinna fyrir æskulýðinn. — Það síðasta, sem tekið var til meðferðar þennan dag var æfingafundur og ýmsar reglur um málsmeðferð. Dagskráin hófst ávallt kl. 7.30 með stuttri messugjörð. Kl. 9 var fánahylling og alheims- söngur kvenskáta. Umræður voru tvenns konar, annars vegar fóru þær fram í fundarsal og voru þá allar fundarkonur samankomnar, hins vegar í hópum, Jtar sem reynt var að hafa ekki fleiri en 15—20 í hverjum og af sem ílestum þjóðern- um. Hópfundirnir voru ávallt haldnir úti undir skuggum trjánna, vegna hinnar sterku sólar. Stuttur útdráttur var gefinn úr forsetastól um þau málefni, sem ræða átti í hvert skipti, og eins var tíminn ákveðinn. Þessi tilhögun fannst mér ákaflega athyglisverð, fundarkonur voru mildu ófeimnari við að ræða málin og segja sínar skoðanir, þrátt fyrir það að stundum þurftu þær að hjálpa hver annarri með málið. Eftir hvern fund báru formenn hópanna bækur sínar saman, og síðan var einn þeirra kjörinn til þess að kynna þinginu skoðanir og tillögur hópanna. Skýrslur voru gefnar af starfsemi alþjóða- bandalagsins síðastliðin 3 ár. Sagt var frá al- heimsmótunum 1957 í Kanada, Sviss og Eng- landi; einnig frá mótum Svanna í Finnlandi, Mexico og Filippseyjum. Framkvæmdastjóri al- heimsskrifstofunnar sagði frá móti fyrrverandi kvenskáta, sem haldið var í Frakklandi síðast- liðið surnar og hafði heppnast mjög vel. Hún sagði m. a. á þessa leið: „Eg kvaddi þetta mót með þeirri trú, að ef allar þær þúsundir, ef til vill milljónir af konum, víðsvegar um heim, sem eitt sinn hafa starfað að skátamálefnum, myndu gerast félagar í Alþjóðafélagi gamalla kvenskáta, þá myndu engin takmörk verða fyrir Jtví góða, sem þær gætu áorkað fyrir frið og vináttu í heiminum.“ Fjárhagsskýrslur voru fluttar fyrir síðustu 3 ár, og urðu miklar umræður um fjárlög næstu 3ja ára. Fulltrúar voru mjög áhugasamir um að finna leið til þess að efla „Thinking day“-sjóði sem mest, og að nota úr þeim fé, fyrir utan það sem áður er ákveðið, til þess að kosta ferðir framkvæmdastjóra alþjóðaskrifstofunnar og for- manns alþjóðastjórnar til ýmissa landa vegna þess gildis, sem slíkar heimsóknir hafa fyrir skátastörf í viðkomandi löndum og einnig var mikill áhugi fyrir því að veita fámennum þjóð- um styrk úr sjóðnum, til þess að senda fulltrúa á alheimsráðstefnur, þar sem það er almennt álitið efling fyrir heimsstarfið að allir meðlim- ir sendi fulltrúa, Skýrslur voru gefnar at' starfi alþjóðaheimil- anna, „Our Ark“ í London, „Our Cabana“ í Mexico og „Our Chalet" í Sviss. Mjög margar skátastúlkur, víðsvegar að úr heiminum, hafa dvalizt á þessum heimilum sér til gagns og skemmtunar. Mikið var rætt um að vernda vel tilgang og grundvallarlög skátahreyíingarinnar og gæta þess vel, að hún verði ekki notuð pólitískum öflum til framdráttar. Eflá og styrkja hana eftir mætti. Mikill áhugi er hjá þeim þjóðum, sem eru nú sem óðast að öðlast sjálfstæði, fyrir að gerast meðlimir Alþjóðabandalagsins. Umræður urðu miklar um sameiginleg banda- lög drengja og stúlkna. Komu fram margar og ólíkar skoðanir. Að lokum urðu allir sammála um það, að sameiginleg nefnd, skipuð fulltrú- um úr báðum Alþjóðastjórnum ræddi málið og að niðurstöður hennar yrðu lagðar fyrir næstu 86 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.