Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 33
hjónin voru í fullum skrúða, en krónprinsinn og prinsessurnar í skátabúningum. Alþjóðaráðstefna kvenskáta er lialdin þriðja hvert ár. Eftirtalin lönd buðu næstu alþjóða- ráðstefnu heim, þeirri 18. í röðinni: Ástralía, Danmörk, Stóra Bretland, Pakistan, Filippseyj- ar, Japan, Sambandslýðveldi Araba og Indland. Hver fulltrúi þessara þjóða hældi sinu landi og taldi upp kosti þess íyrir slíka ráðstefnu o. fl. Eftir leynilega kosningu varð Danmörk hlut- skörpust, og mun það hafa ráðið allmiklu, að það er ódýrt fyrir heimsbandalagið. En Finn- land bar upp þá tillögu, að 19. alþjóðaráðstefn- an yrði haldin í Austurlöndum og var sú tillaga einróma samþykkt. Eitt kvöldið borðuðu allir fulltrúar Norður- landaþjóðanna saman, annars var venjulegi sið- urinn sá, að við settumst við borð hjá hinum og þessum, og höfðum það af að kynnast sem flestum. Við áttum inndæla stund saman og ég stakk upp á því að ísland yrði valið til næstu Norðurlandaráðstefnu og var það samþykkt. Ymsir Norðurlandasöngvar voru sungnir, en áð- ur en varði voru flestir fulltrúar komnir til okk- ar og söngvarnir voru orðnir alþjóðlegir, og ef einhverjir fulltrúanna hafa litið upp á hinar ýmsu svalir efri hæða hótelsins, þá hafa þeir séð, að flest allt starfsfólk þess stóð þar og virt- ist hlusta hugfangið. Um kvöldið, þegar búið var að slíta ráðstefn- unni formlega að Hotel Kastri og kynna liina nýju meðlimi heimsstjórnárinnar, var lagt af stað til Kiffisia. Þar var hringlaga útileikhús, eins og þau tíðkuðust til forna, sem tilheyrði skóla nokkrum. Nú átti að verða kveðjuvarð- eldur. Fyrst kveikti Prometheus eldinn, en hann er ein goðsagnapersóna Grikkja og álitinn hafa stolið eldinum frá Seifi og fært mönnunum hann. — Þá báðu grísku kvenskátarnir okkur fyrir kveðjur heim og skila ég þeim hér með. Síðasta atriðið þarna var, að öllum fulltrú- um voru afhentar logandi kolur — kolurnar voru eftirlíkingar þeirra kola, sem fundizt hafa í ævafornum rústum. Það var hátíðleg stund, þegar allir fulltrúarnir héldu á logandi kolum og sungu alheimssönginn. Við gerðum okkur ljóst, að nú var samveran senn á enda, og að þessi dásamlega stund kæmi ekki aftur, en brosin frá hinum glansandi svörtu, hvítu brúnu og gulu andlitum sögðu mér, að það væri hægt að lifa saman í friði. ERLEND SKÁTAMÓT DRENGIR. 1. Þriðja alþjóða flokkamótið í London. Þangað er boðið einum skátaflokki með sex meðlimum, auk eins foringja. Skátarnir eiga að vera á aldrinum 15—18 ára (miðað við 12. ágúst 1961). Skátarnir koma til London 12. ágúst 1961. Þar tekur enskur skátaflokkur á móti þeim. Þegar þeir hafa dvalizt á heimilum þeirra nokkra dag, er haldið í 10 daga ferðalag um England. Þann 25. ágúst koma allir flokk- arnir til Gilwell Park, þar sem dvalið er yfir helgina. 1 London verður dvalið tvo daga, áður en haldið er lieim. — Þátttakendur greiða ferða- kostnað til og frá London, svo og vasapeninga, annað greiða enskir skátar. 2. Jamborette í Austurríki verður haldið í Baden, nálægt Vín, dagana 27-júlí til 5. ágúst 1961. Mótið er haldið í tilefni af 50 ára afmæli skátahreyfingarinnar í Austurríki. Boðið er 4 skátaflokkum með 8 meðlimum í hverjum auk þriggja foringja. Mótskostnaður er 14 dollarar og er þar innifalin ferð til Vinarborgar. Þátt- takendur verða að borga ferðirnar til Austur- ríkis og heim aftur. STÚLKUR. 1. Landsmót í Rýíysc, rétt norðvestur af Osló. Mótið fer fram dagana 29. júní til 6. júlí 1961. Mótsgjald er 70 krónur norskar og ferðakostn- aður á mótsstað frá Osló og til baka 10 krónur norskar. Þátttakendur greiða ferðir til og frá Noregi. 2. Irskir kvenskátar bjóða íslenzkum kven- skátum á skátamót í Irlandi, sem haldið verður dagana 19.—26. júlí 1961. Boðið er fjórum skátastúlkum á aldrinum 15—18 ára, og einum fararstjóra. Eftir mótið er þátttakendum boðið að dveljast vikutíma á heimilum skátastúlkna í Irlandi. Mótsgjaldið er £ 4. 3. Finnskir kvenskátar bjóða 5 íslenzkum skátastúlkum á aldrinum 15—22 ára og einum fararstjóra á skátamót, sem haldið verður í Finnlandi dagana 25. júlí til 4. ágúst 1961. Eft- ir mótið er þeim einnig boðið að dveljast viku- tíma á heimilum finnskra skátastúlkna. Móts- gjald er £ 4-10-0. Umsóknir þurfa að berast íyrir lok febrúar til skrifstofu B.I.S. Nánari upplýsingar er hægt að fá um öll þessi mót á skrifstofu B.Í.S. SKATABLAÐIÐ 89

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.