Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 20
‘pjállaöu
foríngjaliæfíleíka þína
eftir DWIGHT D. EISENHOWER
fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
læfileikinn til að sjórna öðrum og
leiða þá áfram í lífsbaráttunni
er framar öðru mikilvægasta
þjónustan, sem þú getur boðið
þjóð þinni, og þú átt að keppa
að því að þjálfa sjálían þig sem bezt þú
getur til að geta gegnt slíku hlutverki.
Með foringjahæfileikum á ég ekki við
hæfileikann til að fara með skátaflokk í
helgarútilegu og sjá um, að matreiðslan
fari vel úr hendi og allt fari fram eftir áætl-
un. Ég á við, að þú eigir að undirbúa þig
eftir megni til að geta, ef skyldan kallar, tek-
ið sem fyflstan þátt í að stjórna landi þínu.
Það eru ekki til neinar ákveðnar reglur
fyrir því, í hverju foringjahæfileikinn sé
fólginn, því það fer allt eftir þeim tímum
og kringumstæðum, sem ríkja, þegar hon-
um er beitt. Heimurinn breytist svo ört, að
foringjahæfileikar, sem geta hafa verið
hinir gagnlegustu í gær, eru ef til vill gagns-
lausir í dag. Til dæmis má nefna, að í
Þrælastríðinu drógu liðsforingjarnir sverð
sín úr slíðrum og þeystu fram í orustur
i fylkingarbrjósti fyrir liði sínu. Ef þetta
ætti sér stað í nútíma hernaði, myndu þeir
verða þeir fyrstu sem féllu og herdeildir
þeirra stæðu uppi foringjalausar. í hernað-
inum er engin þörf' fyrir slíka menn lengur,
og nákvæmlega sama máli gegnir á friðar-
timum.
Hefurðu nokkurn tíma hugsað út í það,
að her Napóleons notaði nákvæmlega sömu
flutningatæki og her Alexanders mikla um
það bil 21 öld áður? Hesturinn var bezta
og hraðfærasta flutningatækið á landi, og
seglskipið, að vísu lítillega endurbætt eftir
því sem tímar liðu, gegndi sama hlutverki
á sjó. Byssupúður var ekki notað í hernaði
fyrr en í orustunni við Crécy 1346, og jafn-
vel í þeirri orustu höfðu bogar og örvar úr-
slitaþýðingu. Heimurinn tók engum stakka-
skiptum, það urðu engar breytingar, nema
ef til vill í heimi listanna, svo að umheim-
urinn, sem blasti við, þegar 19. öldin gekk
í garð, var mjög lítið breyttur frá því, sem
Perikles þekkti á fjórðu öld f. Kr.
Allt breyttist þetta með tilkomu iðn-
byltingarinnar, en ég myndi samt vilja
færa mig nær okkar tímum og segja, að
umskiptin, sem hafa orðið á hugsunar-
hætti okkar og heiminum, sem við lifum í,
síðan fyrsta atómsprengjan var sprengd
1945 og fram til dagsins í dag, hafi meiri
þýðingu en allar þær breytingar, sem urðu
frá tímum hinna fornu Faraóa til dagsins,
þegar sprengjunni var varpað á Hiroshima.
Við stöndum nú i fyrsta skipti andspænis
þeim möguleika að gjöreyðing mannkyns-
ins kunni að eiga sér stað. Foringjahæfileik-
ar þeirra þjóðaleiðtoga, sem eiga að geta
komið í veg fyrir þennan harmleik, verða
102
SKATABLAÐIÐ