Alþýðublaðið - 07.01.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1924, Blaðsíða 4
4 ALf>¥£>UBLA&!& mennirnir og rlthö undarnir. Ef þeim tekst ekki nógu fljótt að leigja sig sem hugmyndapútu handa einhverjum >broddborgar- anumc, þá klæðast þeir á >pen- an máta< í sekk og ösku og væla um »dánar vonir< og >sviknar trygðir<, en gjóta á meðan hungurgráum hornaugum til hinna, sem >komist hafa á~ fram< og hnífur þeirra er kom- inn i feltt, en á miHi dútia þeir sér til væluhvíldir við að skinna upp gamlar og margjaplaðar hugmyndir annara manna, sem voru svo lánsamir að hafa andast, áður en þessi andleysis- óöld iognaðist yfir, eða þá þeir gutla við duiarfull fyrirbrigði, sem aðrir hafa tekið ettir, eða eru að hnoða saman og pára npp alls konar vitleysu, sem enginn getur nokkru sinni botu- að í, og þykjast þá andríkir. Sumir hripá saman eitthvert hrafl at því, sem gáfumenn annara þjóða hafa tekið saman einhvers staðar langt í burtu annaðhvort í tírna eða rúmi, en forðast jafn- framt vendllega að minnast á nokkuð, sem hætta er á að dust- að geti burt eitthvað af því venju- helgaða sinnuleysis-ryki, sem liggur á hugum fólksins, svo að sem minst sjái í brestina á þjóð- skipulags-skriflinu, sem andleys- ingjarnir elska. >Ætlið þið að gleyma garm- inum honum Katli?< Ónei. E>að væri synd að skilja blöðin ettir, þennan kostaspegil, sem getur látið alt, sem Ijótt er, sýnast fallegt, og alt, sem gott er, virð- ast ilt. Með táum undantekning- um eru þau eins konar safn- kolla, sem leigðir eða sjálfboðnir bulíukollar spræna í burgeisun- um til skemtunar hinu anvirðl- legasta, sem þeir geta úr sér kreist, eða byða, sem í er fleygt alls konar vesölu og einsklsverðu masi um hitt og þetta reglulaust og hugsunarlaust eða væmnu hóli um hina og þessa dáta, ef þeim hefir tekist að gera nokk- urn veginn slindrulaust skyldu sína tímakorn. En alt er mlðað við elnstaklinginn, þótt hann sé í samanburði við heildina, sem alla geymir, en enginn sinnir, eins og vesalt strá á algrónum víðavelii. Má teijast merkisvið- burður, ef í þessu gumsi finst nokkuð. sem eitthvert gildi hefir fyrir aðra en dauðann. Svona er aldárfarið, því að svona er fólkið. Ber það ekki innsigli andleysisins á ennum sér? Er ekki hvinnlykill prangara- bragarins merktur á kinnum þess? Mikið má vera langlundargeð drottins vandlætingarinnar, að hann skuli ekki húðstrýkja úr þessum lýð læpuskapa-ódygð- irnar með hvínandi norðanofsa! Þess þarf. »Loft við þurfum. Við þurfum bað. að þvo burt dáðleysis mollu- kóf.< Ef guð veitir það ekki, þá verða menn að afla þess. Éf það kemur ekki að ofan, þá verður það að koma neðan að; Vakna þú, sem setur! Rís upp, alþýða! og þrff þig til! Hreinsaðu af þér óþverrann, og þvoðu þér, og dustaðu svo rykið af dávöldum þínum! Það er óþarfi að meiða þá, en þeir hafa gott af, að lcomið sé við þá. Tii starfs! Því sjá: >Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár og hafið er skínandi bjart<! Að rfsandi jólasól. Ijölnir. Erlend símskeyti. Khöfn, 5. jan. tjóðverjar kaapa gnlL Frá Lundónum er símað: Til þess að halda uppi gengi vaxta- markanna kaupa Þjóðverjar upp fyrir fjáreignir í öðrum löndum því nær alt gull, sem grafið er upp í Suður-Afrfku og Ástralfu. Bannlögin norskn. Frá Kristjaníu er sfmað: Stjórn- in ætiar að leggja fyrlr stór- I. O. G. T. St. Framtiðm nr. 173. Fundur í kvöld kl. 8x/2 Sýnd verður ís- lenzk leikfimi og lifandi myndir. Björn Björnsson, Bergstaðastr. 9 B. Gnll- og silfur-smíði. Vönduð vinna. þingið næsta frumvarp um af- nám bannlaganna. Konnngsstjórn bjargróð. Frá Berlín er símað: Veni- zelos skýrir frá því, að hann muni kalla grísku konungshjónin haim aftur, þar eð hann áliti konungsstjórn eina stjórnskipu- arlagið, sem bjargað geti Grikk- landi. Leltin að fólgna fénu. Frá Washington er símað: Mellon fjármálaráðherra hefir lýst yfir því, að Bandaríkjamenn vilji ekki stuðla að eftirgrenslun um, hvar þýzkt auðmagn sé íólgið í öðrum löndum, sem skaðabótanefndin gengst lyrir. Frakkar minka berinn. Frá París ersímað: Skipulagi hersins er núverið að umbreyta, og minkar heraflinn við það að verulegum mun. 39 fótgönguliðs- sveitir og 21 stórskotaliðssveit eru ieystar upp. Setuliðið í París er minkað um 2 herdeildir, en samtímis bætt við 14 brynreið- um og endurbætt skipulag flug- hergagnanna. Vöxtur í Signu. Síðustu daga hefir hlaupið ákaflegur vöxtur í Signu, svo að margar þúsundir húsa í og um- hverfis París stauda í hálíu ksfi. Klrkjagripakaup. Frá Róm er símað: Hirðritari páfa, Gasparri, hefir tilkynt yfir- völdum katólsku kirkjunnar í ýmsum löndum, að páfastóllinn vilji kaupa rússneska kirkjugripi, er stolið kunni að hafa verið, í því skyni að gefa rússnesku kirkjunni þá aftur. „jjggmBs 11 ,11 inii,".i ..., 1.n.... . »i," TJMUBMiiieKjagar.’JB.m1", 1.jssas Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hallbjöro Halidórssen. Prentsmiðja JElaHgrfms B«n«dikttsonar, Borgstaðastrseti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.